17. nóvember 2004  #
Kaldur hafragrautur með kirsuberi
Mér líður eins og ég hafi farið inn á veitingastað og pantað nautasteik með bakaðri kartöflu.
Eftir að hafa beðið óheyrilega lengi eftir matnum kemur þjónninn fram með kaldan hafragraut og skellir fyrir framan mig.
Mig langar ekki í grautinn enda pantaði ég nautasteik. Svo að ég sendi diskinn aftur inn í eldhús.
Nokkru síðar kemur þjónninn fram aftur en nú er hann búinn að setja tvö kirsuber ofan á kaldan grautinn. Hann segir mér að ég geti sætt mig við grautinn eða beðið í næstum tvöfaldan þann tíma sem ég hef þegar beðið til að fá óvissurétt hússins. Á honum eru gæðatakmarkanir en húsreglur kveða á um að óvissurétturinn sem ég fái eigi að líkjast rétti hjá einhverjum óþekktum matargesti í húsinu en megi samt ekki vera jafnflottur og réttirnir sem ég sé á diskum flestra annarra gesta.

Nú er ég í vanda stödd.
Mig langar ekki í þennan kalda graut en ég er orðin virkilega svöng og það er ekkert sem tryggir að óvissurétturinn verði betri en kaldi hafragrauturinn, gæti jafnvel verið verri. Það er alla vega öruggt að hann mun ekki komast í hálfkvist við steikina sem ég pantaði upphaflega.
Hvað á ég að gera?

Leggja orð í belg
9 hafa lagt orð í belg
18. nóvember 2004 12:05:59
Æ,æ, Sigurrós mín, svona fór þetta. Kannski er grautinn betri en enginn ef smá rjómalögg leynist einhversstaðar á veitingahúsinu þegar betur verður að gáð. En það er spurning hvort maður leitar ekki uppi annan stað, sem metur mann meira en þetta ???
Þetta lagði Mamma í belginn
18. nóvember 2004 16:48:39
En hvað ef nautasteikin var bara ekki til?
Þetta lagði Sunna í belginn
18. nóvember 2004 16:55:28
Nautasteikin er til.
Þetta lagði Fröken Ásta í belginn
18. nóvember 2004 17:27:57
Ef veitingahúsið reynir að telja mér trú um að nautasteikin sé ekki til, þá langar mig á móti til að spyrja þá hvað kristalsljósakrónan í loftinu á veitingastaðnum hafi kostað og hvort nautasteikin mín hafi verið seld til að kosta ljósakrónuna.
Þetta lagði Sigurrós í belginn
18. nóvember 2004 21:40:51
Og hafðu í huga að þú varst ekki að heimta forrétt, eftirrétt og vín með öllum réttum. Bara staðgóða máltíð sem kemur þér í gegnum daginn.
Þetta lagði Fröken Ásta í belginn
20. nóvember 2004 15:23:44
Þetta lýsir því nákvæmlega hvernig mér líður. Ég er svöng = mig vantar peningar, hafragrauturinn er ekki girnilegur en get ég beðið eftir steikinni sem kannski kemur ekki??? Ég sveiflast, í gær ætlaði ég að segja já við grautnum í dag ætla ég að segja nei! Kannski er þetta bara spurning um að fara á annan veitingastað!

Kveðja Hrund
Þetta lagði Hrund í belginn
21. nóvember 2004 02:52:48
....?
Veit ekki hvað er rétt og hvað er rangt í þessu öllu saman, en ég vona að þeir sem fóru á þennan veitingastað muni að velja hann aldrei framar! Og vill ég að þið svarið þessari grein af huga.is!!

kveðja frá Nýja Sjálandi
Unnsteinn
Þetta lagði Unnsteinn Frændi í belginn
23. nóvember 2004 12:32:04
Hæ Sigurrós mín! Ég er einmitt mjög hrædd um að óvissurétturinn geti verið verri en kaldi grauturinn með kirsuberjunum ofan á... :/ Þetta er ekki auðveld ákvörðun sem þú þarft að taka:( úffff.
Þetta lagði Bára í belginn
24. nóvember 2004 19:11:21
Ég myndi segja þjóninum að taka þennan úldna graut og..... restin er ekki prenthæf.
Þetta lagði farfuglinn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum