28. mars 2004  #
Helgin í stuttu máli

Bára hélt upp á 25 ára afmælið sitt síðasta föstudagskvöld. Það vantaði reyndar meira en helminginn af klúbbnum en það er víst eins gott að venja sig við það strax. Elva er enn í sínu námi í Svíþjóð, Jóhanna er enn kennslukona á Tálknafirði og nú er Bára að fara í sumar út í 3-5 ára nám í Bandaríkjunum. Og í sumar mun vanta enn fleiri, Hófí er að fara að norddjobbast í Danmörku í sumar og Theó fer á hálendið. Við sem eftir verðum þurfum bara að sjá um að halda uppi stuðinu!

Í gær fór ég ásamt Lindu, Bjarka og ömmu Böggu í bíltúr á Selfoss. Við byrjuðum hjá afmælisbörnum síðustu helgar og fengum kaffi hjá Guðbjörgu. Svo þurfti Guðbjörg að fara á djamm með skólanum svo að við færðum okkur heim til mömmu.

Um kvöldið brá ég mér á videoleiguna og tók Down With Love. Frekar spes mynd. Hún er flott að horfa á, litirnir æðislegir og nokkur sixties/teiknimyndasjarmi yfir henni. Persónurnar eru hins vegar ótrúverðugar og söguþráðurinn tók U-beygju undir lokin og lenti úti í skurði. Mæli ekkert sérstaklega með henni en mæli heldur ekki á móti henni.

Í dag kíkti ég svo í Perluna á íþróttamarkaðinn. Ég vissi ekki að þetta væri eiginlega bara barnafatamarkaður. Ég fékk reyndar einn bol á 500 kall en hann var í barnastærð... Hann er samt ekkert að springa utan af mér, þetta er svona skater-bolur sem á greinilega bara að vera víður á litlu skater-guttunum ;) hehe


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum