29. mars 2004  #
Matur er mannsins gaman

YaYa-peran reyndist skemmd svo að hún fór mestöll í ruslið. Ég smakkaði reyndar bita og það var rétt sem afgreiðslustúlkan í 10-11 sagði, þetta er svona mitt á milli þess að vera pera og epli. Ugli-ávöxturinn, sem mér skilst á flestum að sé mitt á milli þess að vera appelsína og greip, er enn inni í ísskáp. Veit ekki hvað málið er núna, fullt af nýjum ávöxtum og þeir eru allir mitt á milli þess að vera einhverjir aðrir ávextir.
En ég sýndi nú samt smá nýjungagirni í matseldinni. Ég steikti kjúklinginn minn í strimlum eins og vanalega með miklu kjúklingakryddi, hitaði svo couscous og skar vatnsmelónubita út í. Svo fann ég stórmerkilegan gulan ávöxt í dós inni í skáp. Eitthvað sem kallast a-na-nas. Hann reyndist alveg merkilega góður, þarf að prufa hann oftar ;) hehe
Myndir af afrakstrinum (sem var ótrúlega góður þrátt fyrir að vera einfaldur) er að finna hér og hér.

(Það er svo gaman að vera svona óþolandi bloggari sem útlistar matarræðið sitt í smáatriðum fyrir lesendum hahahaha)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
29. mars 2004 23:36:45
Váts
Maður bara slefar við þetta lýsingar hjá þér. Ekkert smá girnó :)
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
29. mars 2004 23:37:19
átti að sjálfsögðu að vera þessar lýsingar......hehe
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


Ya Ya og Ugli en engin paprika

Ooohh ég vildi að ég ætti papriku til að elda með kjúklingnum.
Paprikuandstæðingurinn er nefnilega fjarri góðu gamni í kvöld.
En ég á reyndar eina YaYa-peru og einn Ugli-ávöxt, hvernig ætli það komi út með kjúllanum? Hmmm...

To be continued...


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
29. mars 2004 19:01:32
Ég mæli með því að þú skerir "Ugliinn" í tvennt og borðir innanúr honum með skeið. Bragðið er svona mitt á milli að vera appelsína og grape. Mjög gott.
Ég fékk áfall þegar Haukur var kominn um daginn og sé sá svona kvikindi inni í ísskáp. Verð bara að játa að ég hef aldrei sé svona ávöxt fyrr. Líklega haldið í Bónus, að þetta væri eitthvert skemmt dót .
Þetta lagði Mamma í belginn
29. mars 2004 20:03:01
Ugli
Ég heyrði fyrst um þennan Ugli hjá Báru um helgina og þegar ég sá hann í 10-11 þá varð ég að kaupa einn og prófa. Held ég fylgi ráðleggingum þínum um að borða innan úr honum með skeið.
Þetta lagði Sigurrós í belginn


Júragarðslagið
Var að heyra og sjá Júróvisjonlagið í fyrsta skipti áðan. Mér brá eiginlega yfir hvað það er leiðinlegt. Og myndbandið er svo suddalega væmið að það er m.a.s. of væmið fyrir mig (sem segir sko ansi mikið...!) Var virkilega ekki hægt að semja betra lag fyrir Jónsa heldur en þetta? Kannski vinnur það á, ég veit það samt ekki.

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
30. mars 2004 08:59:10
Hlustaðu betur!
Mér finnst lagið vera mjög gott. Það tók mig nokkur skipti að ná því en það verður alltaf betra og betra eftir því sem á líður. Og ef þú hlustar á hin lögin í keppninni þá kemstu fljótt að því að við erum langt frá því að vera með lélegasta lagið...
Þetta lagði Sunna í belginn
30. mars 2004 15:27:32
Já, eins og ég sagði, kannski vinnur það á, ég þarf að hlusta nokkrum sinnum á það í viðbót. Ég skil bara ekki af hverju í ósköpunum það er verið að senda hressan poppara út með svona rólegt vælukjóalag! Við hefðum alveg eins getað sent Bjögga með þetta!
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum