7. mars 2004  #
Næturfærsla

Næturfærsla í blogginu að þessu sinni. Eftir kvöldmat tók ég upp bók sem ég fékk lánaða á skólabókasafninu og þrátt fyrir að vera komin með hálsríg og bakverk gat ég ekki sleppt henni fyrr en ég var búin með hana, núna kl. tvö að nóttu. Þessa merka bók var Svo fögur bein eftir Alice Sebold. Virkilega áhugaverð bók sem greip mig strax í fyrstu setningu. Hún er listilega vel skrifuð og umfjöllunarefnið vakti sterkar tilfinningar. Þessi bók gleymist ekki í bráð.

Ég viðurkenni að ég hef ekki verið sú duglegasta í blogginu undanfarið. En þar sem ég er í stuði núna þá er kannski best að ég greini aðeins frá síðustu dögum. Ég hef nefnilega verið að gera margt og skemmtilegt undanfarið.

Síðasta fimmtudagskvöld sat ég í fjórða skipti á ritlistarnámskeiðinu. Þetta líður alltof hratt, nú eru bara þrjú skipti eftir og mér finnst námskeiðið bara rétt svo að komast á skrið. Maður er svo vanur því að vera í heils- og hálfsársnámi að það er erfitt að venja sig við að mega bara mæta sjö sinnum á námskeið. Á þessu fjórða kvöldi námskeiðsins fengum við starfandi rithöfund í heimsókn. Guðrún Eva Mínervudóttir mætti á svæðið og átti að ræða við okkur um tiltekna smásögu sína. Úr þessu varð hins vegar almennt spjall um það sem hún hefur almennt skrifað og ég hefði glöð viljað sitja þarna fram að miðnætti. Mér fannst frábært að hlusta á hana, hún talaði svo eðlilega og setti sig ekki á neinn stall. Hún var bara venjuleg manneskja en samt eitthvað svo stórkostleg. Ég fylltist þetta kvöldið óstjórnlegri löngun til að lesa allt sem hún hefur skrifað.

Í gær var lítið um kennslu hjá mér. Krakkarnir voru búnir að vinna sér inn dótadag og fengu rúman klukkutíma til að leika sér með dótið. Á meðan skaust ég um og reyndi að ná myndum af nemendum, böngsum, bionicle-köllum, bílum og öðru sem fyllti stofuna okkar þennan daginn :)

Um kvöldið hélt áfram að vera gaman en þá mætti næstum allur Klúbburinn í Raclette hingað í Betraból. Lena lumaði á mjög girnilegri Raclette-hugmynd og við borðuðum þangað til við stóðum á blístri. Eftir matinn plötuðu þau mig til að spila tvö lög á píanóið. Það var pínu skrýtið að setjast við píanóið og spila fyrir þau, mér leið svolítið eins og kvensunum í Pride and Prejudice sem setjast við slaghörpuna í tíma og ótíma og gaula. Var eitt augnablik að spá í að feta í fótsport Mary Bennett  og gaula fyrir þau Slumber dear maid, green boughs will cover thee ......... Njee, varla! ;) hehehe

Áður en ég fór að sofa sótti ég Jóa sem var á árshátíð HR í Smáranum. Hann vaknaði svo af sjálfsdáðum (þ.e.a.s. ekki af vekjaraklukku völdum) tæpum fimm tímum á undan mér í morgun - þvílíkur kraftur! Hann var hins vegar að leggja sig um það leyti sem mamma, Guðbjörg, Karlotta og Oddur komu að sækja mig til að fara á Kleppsholts-reunion í Áskirkju kl. 3. Þetta voru endurfundir "Kleppara" úr Kleppsholtinu, þeirra sem fæddir voru á árunum 1940 til 1975. Forfeður og afkomendur Klepparanna voru velkomnir með en það var því miður of lítið af fólki úr yngri kynslóðinni. En þetta var mjög gaman, þó að ég þekkti nú ekki nema örfáa :)

Hmmm, nú er klukkan hins vegar orðin þrjú og kannski kominn tími til að fara að sofa. Ætla að reyna að sofa sem lengst á morgun.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum