20. apríl 2004  #
Bjartur og fagur dagur...þ.e.a.s. í gær ;)

Fór eftir skóla í Læknasetrið til að láta athuga eilífðarhálsbólguna og hóstann. Ég reyndist vera með fullkomin lungu. Að sjálfsögðu ;) Ég fékk eitthvað sniðugt til að losa mig við einkennin en læknirinn sagði reyndar að þetta væru örugglega bara svona byrjunarkennarapestir sem ég gæti átt von á að fá fyrstu eitt . . . tvö . . . þrjú árin. Já, framtíðin er björt ;)

Laumaði Stefu með mér í leikfimina í dag. Við ætlum nefnilega að fara að vera duglegar að reka hvora aðra áfram í spriklinu :) Frábært að vera loksins komin með þjáningarfélaga í púlið ;)

Við Jói fórum á Stælinn í gær til að halda upp á að Jói er búinn í prófunum. Og ef hann náði öllum prófunum þá er hann búinn núna með þennan andstyggilega skóla! Jibbí :)

Að því loknu tókum við smá bíltúr í góða veðrinu og skoðuðum nýja og skemmtilega staði :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
22. apríl 2004 12:05:19
Gleðilegt sumar!
...og takk fyrir veturinn. Nú fer að styttast verulega í skólaárinu og mig minnir að þú hafir talað um að þá fengir þú þitt fyrsta "alvöru" sumarfrí. Við Davíð erum annars að vinna í því að flytja okkur yfir Miklubrautina. Þannig að kannski koma tvíburarnir okkar í Hlíðarskóla í 4. bekk (2005-2006) og læra að hlýða ;). Farðu vel með þig. Kveðja,
Anna Sigga
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn
22. apríl 2004 12:48:31
Frábært! :) Það er auðvitað besti skólinn ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum