25. apríl 2004  #
Huggulegheit :)

Skrapp í heimsókn til Sigrúnar í gærkvöldi. Þegar hún ætlaði að koma í heimsókn til mín um daginn var ég óheimsækjanleg, hóstandi og kvefuð, svo að nú dreif ég mig af stað fyrst að ég er orðin betri. Svona áður en næsta kvef skellur á ;) Við Sigrún kjöftuðum langt fram eftir kvöldi enda höfum við yfirleitt alltaf um nóg að spjalla.
Ósköp huggulegt :)

Eftir formúluna í dag fórum við Jói í ísbíltúr. Keyptum okkur bragðaref í Álfheimaísbúðinni í Skeifunni og fórum með hann í Laugardalinn. Kuldaskræfan ég var auðvitað skjálfandi svo að við settumst inn í skálann og horfðum á blómin þar meðan við kláruðum ísinn.
Ósköp huggulegt :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
26. apríl 2004 16:06:55
Takk fyrir heimsóknina-já við getum sko spjallað!!!!

Þetta lagði sigrún í belginn
26. apríl 2004 18:12:46
Vonandi
þú ert vonandi bara búin að hósta og snýta þér fyrir næstu árin! Vonandi vonandi en hvert á að flytja svo? það vantar nebblega kennara á yngsta stigið hér næsta haust :o) en ég á svosum ekki von á ykkur austur þó að þá væri styttra á Selfoss til mömmu og systur (vonandi vonandi) en eruð þið búin að finna aðra íbúð svona án gríns?
Steinunn sveitavargur
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum