14. maí 2004  #
Til lykke :)

Det var en dansk dag i skolen i dag fordi Frederic, kronprinsen av Danmark, giftede sig med den astralske Mary Donaldson.

Hmmm..... eitthvað grunar mig nú að danskan mín sé farin að hrörna. Alla vega legg ég ekki í að hafa alla færsluna á dönsku. En sem sagt í tilefni af hinu konunglega brúðkaupi í Danmörku þá ákváðu kennarar Hlíðaskóla að missa sig algjörlega í dönskufíling. Bæði starfsfólk og nemendur mættu í rauðum og hvítum fötum í tilefni dagsins og allir máttu hafa með sér kökusneið í aukanesti. Við kennararnir vorum reyndar svo heppin að fá bita af svaka flottri tertu sem Helga matráðskona bjó til fyrir okkur. Við í 1. SJO héldum upp á danska daginn með því að syngja saman á dönsku, búa til danska fánann og teikna myndir af einhverju sem tengist Danmörku. Við hlustuðum meira að segja á "Klatremus og de andre dyr i Hakkebakkeskoven" á dönsku. Det var virkileg dejligt :)

Þó þetta hafi nú allt verið til gamans gert til að brjóta upp hefðbundna kennslu þá var ég samt komin í heilmikinn gír fyrir brúðkaupið þegar ég kom heim. Á stóra skjánum í tölvustofu Hlíðaskóla sá ég þegar síðustu gestir mættu til brúðkaupsins. Seinni hluta brúðkaupsins horfði ég svo á heima í stofu og lifði mig þvílíkt inn í ævintýrið um stelpuna sem fékk prinsinn (og síðar meir allt konungsríkið) að ég táraðist í sífellu með sælubros á vörum. Þau voru líka eitthvað svo sæt og fín, héldust í hendur meðan á athöfninni stóð og voru alltaf öðru hvoru að kíkja hvort á annað og brosa. Aaaahhh :) Ég er svooo væmin og rómantísk draumórastelpa :)

 

 

 

 

 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
15. maí 2004 00:06:38
Rjómó
Svo sammála þér, sat ein heima og brosti út að eyrum og barðist við tárin. Ekki að ástæðulausu að við höfum sama kvikmyndasmekkinn....allt er gott sem endar vel :)
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
16. maí 2004 18:47:19
Já, við vitum sko hvað er best! ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum