19. maí 2004  #
Elísabet og fjöllin

Velkomin heim, Elísabet :) Þurfum endilega að hittast sem fyrst!
Ég sá í blogginu þínu að þú munir sakna fjallanna. Mikið rosalega tek ég undir það með þér! Mér fannst rosalega erfitt að yfirgefa Grenoble-fjallahringinn, það var yndislegt að vera umkringdur öllum þessum flottu fjöllum! Æ, nú fæ ég alveg nostalgíusting í magann...


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
20. maí 2004 16:20:45
Takk fyrir!
Kærar þakkir!!!! Við verðum að hittast bráðlega, svona þegar ég er komin á íslenskan tíma og Raggi bró er kominn með hvítan koll :D Þá getum við tekið smá nostalgíukast saman.....
Þetta lagði Elísabet í belginn


Til hamingju með afmælið
Amma hefði orðið 95 ára í dag.
Til hamingju með afmælið, amma :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Vordagar Hlíðaskóla

Á mánudaginn las ég þessa teiknimyndasögu á netinu. Þar kemur fram að vinna sé ekki skemmtileg og eigi ekkert endilega að vera það. Þá hlýt ég bara að vera svona rosalega heppin, vinnan mín er nefnilega svakalega skemmtileg. Reyndar er með samband mitt og vinnunnar, eins og með önnur ástarsambönd, að það er ekki alltaf gaman. Stundum er maður fúll og þreyttur en yfirleitt er þetta mjög skemmtilegt.

Í gær og í dag voru t.d. mjög skemmtilegir dagar. Vordagar eru árlegt fyrirbæri í Hlíðaskóla og þá er kennslan brotin upp og færð út í náttúruna.
Í gær fórum við á Klambratún (sem ég hef nú hingað til kallað Miklatún...ekki veit ég af hverju þetta merka tún ber tvö nöfn...) og fórum þar í fótbolta, hokkí og alls kyns leiki. Við fengum mjög gott veður, kannski ekki alveg komin sumarhlýja en það var alveg nógu hlýtt og himinninn var bjartur og fagur.
Í dag fórum við svo á Ylströndina í Nauthólsvík. Það var heldur kaldara en í gær og sólin faldi sig allan daginn. Við gengum frá skólanum og gegnum Öskjuhlíðina og stoppuðum tvisvar á leiðinni, í annað skiptið til að borða nesti. Um tíuleytið komum við í Nauthólsvíkina og krakkarnir voru fljótir að koma sér ofan í heita pottinn. Sumir voru mjög hugrakkir og hlupu út í sjó. Ég dáist nú að slíkum ofurhugum! Nokkrir kærðu sig ekkert um að striplast á sundfötum í kuldanum og notuðu tímann í að byggja sandkastala o.fl. á ströndinni.

En sem sagt, því segi ég það, ég er mjög heppin. Það eru sko ekki allir sem fá að fara í göngutúr með nesti í góðu veðri og byggja sandkastala á ströndinni. Í vinnunni.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum