28. maí 2004  #
Í gúddí fíling :)

Já, eins og Jói greinir frá í færslunni sinni þá vorum við að skrifa undir kaupsamninga kl. 13 og kl. 15 í gær, fyrst fyrir Flókagötuna og svo fyrir Arnarsmárann. Þetta er allt að ganga upp svo að nú get ég bara farið að einbeita mér að því að hlakka til og undirbúa flutningana. Einhver sem á lager af góðum flutningapappakössum? :) Það er ótrúlega stuttur tími þangað til júlí mætir á svæðið. Helga, þú getur byrjað að hita salsasósuna ;) hehe

Til að halda upp á viðskiptin fórum við á Madonnu. Maturinn var ljúffengur en ég er eiginlega komin með leið á hálfmánapizzum, held mig við þær flötu næst.
Eftir matinn skruppum við í Videoland Daða og náðum okkur í nokkrar spólur. Horfðum á Van Wilder sem er einmitt með leikaranum sem mér finnst alveg eins og Daði :)

Í dag gerði ég heiðarlega tilraun til að fara með gamla geisladiska í Safnarabúðina á Frakkastígnum. Kom þangað fimm mínútur fyrir tvö og sá að það er opið milli kl. 14 og 18:30. Beið í 10 mínútur og gafst svo upp. Sem betur fer, því þegar ég prófaði aftur hálffjögur þá var enn allt lokað og læst. Skil ekki alveg þjónustuna þar á bæ.

En í millitíðinni fór ég og fékk mér ís og hafði það huggulegt. Varð síðan fyrir stórmerkilegri reynslu á skómarkaði X-18 úti á Granda. Eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég fann mörg pör af skóm sem mig langaði í, a.m.k. fjögur pör! Mamma trúði mér varla þegar ég sagði henni frá þessu. Ég er nefnilega ekki mjög hefðbundin kvenmaður hvað skó varðar, finnst leiðinlegt að kaupa skó og finn sjaldan skó sem mig langar í. En sem sagt, þarna fann ég sportlega skó sem þarf ekkert að reima, maður smeygir sér bara ofan í þá, og svo voru rosa flottir reimaðir skór í nokkrum litum. Og gallinn var að mig langaði í þá í 3 mismunandi litum! :S Keypti eldrauðu skóna en er enn að hugsa um þessa bleiku því þeir smellpassa við allar bleiku peysurnar sem ég á og bláa parið var líka rosalega sætt. Úff hvað þetta var erfitt! (Á örugglega eftir að laumast þangað aftur á morgun og kaupa þessa bleiku, uss, ekki segja neinum...).

Fyrsti grillmaturinn í Betrabóli bragðaðist mjög vel áðan. Grillið svínvirkar og svínakjötið líka :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
28. maí 2004 20:42:39
Til hamingju!
Þetta var ekki lengi að gerast ;). Verðuru samt ekki að kenna áfram í Hlíðaskóla? Ég er annars því miður að nota alla kassana mína, við erum líka að flytja í júlí. Gangi ykkur vel!
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn
28. maí 2004 21:07:48
Skór skór skór!!!
Iss maður getur alltaf á sig skóm bætt!! :D

Þetta lagði Theó í belginn


Launaströgglið

Þar sem ég er hugsa skiljanlega mikið um launabaráttu kennara um þessar mundir þá hitti þessi teiknimyndasaga beint í mark! ;)

Það sorglega er samt að ég held að hún sé sönn... :(


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


DV-sorpið
Merkilegt hvað DV er mikill sorpbleðill. Því var hent inn til okkar óumbeðnu í gær og ég opnaði það til að lesa greinina um Rabba (Rafn Jónsson). Komst svo að því á síðunni hans Rabba að þessi seinni grein var algjörlega í óþökk Rabba og fjölskyldu og DV skáldaði bara það sem þeir vildu. Vona að þeir haldi ekki áfram að senda þetta rusl sitt til okkar.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum