21. júní 2004  #
Hirðpapparassi

Þegar það er margt skemmtilegt í gangi þá vill bloggið stundum fara fyrir lítið. Þannig hefur það einmitt verið undanfarið en nú er kominn tími til að blogga.

Ég hef hingað til kallað mig konunglegan hirðljósmyndara á flestum stöðum þar sem ég er yfirleitt frekar öflug með myndavélina (eins og þessar rúmlega 3000 myndir á myndaalbúminu mínu sýna...). En minn elsku Klúbbur fann nýjan titil á mig um helgina og héðan í frá er ég hirðpapparazzi hópsins (nú eða hirðpapparassi sem er auðvitað íslenskara og flottara hehe).

Og sem konunglegur hirðpapparassi tilkynni ég hér með nýjar myndir liðinnar viku. Fyrst eru það myndirnar úr útskriftarkaffinu hans Jóa en hann útskrifaðist úr HR síðustu helgi eins og ég hef áður minnst á.

Á föstudaginn var svo fyrsta árshátíð D-bekkjarins úr Kennó. Helga Sigrún, Hilda og Imba voru nefndin og skipulögðu frábæra dagskrá fyrir okkur. Sigrún gerir deginum mjög góð skil í sínu bloggi en við byrjuðum sem sagt á því að blása sápukúlur, borða jarðarber og drekka ávaxtasafa á túninu við Kennó. Því næst fórum við í keilu þar sem við skemmtum okkur auðvitað rosalega vel. Mér finnst alltaf gaman í keilu :) Í Árbæjarlauginni flatmöguðum við í sólinni og við Hilda skelltum okkur í rennibrautina eins og sjá má á olnbogunum okkar. Alla vega er ég enn með sár á hægri olnboga, veit ekki með Hildu ;) Heima hjá Helgu Sigrúnu höfðum við okkur til áður en fórum á Carúso og fengum rosa góðan mat í huggulegum sal á efri hæð. Fórum svo aftur heim til Helgu, drukkum guðaveigar og fórum í smá partýleiki áður en við fórum á djammið í bænum. Það var svolítið skondið að vera í partýi í tilvonandi blokkinni minni. Ég stóð alla vega á svölunum hjá Helgu og horfði löngunaraugum upp að svölunum mínum sem ég fæ afhentar 1. júlí ásamt afganginum af íbúðinni. Er einmitt búin að fylla íbúðina hérna á Flókagötunni af pappakössum, Jói reynir bara að vera ekki fyrir, ég væri vís með að pakka honum líka ofan í kassa í öllum hamaganginum ;)

Á laugardaginn var brúðkaup Báru og Jóns Grétars í Njarðvík. Þetta var borgaralegt brúðkaup þar sem brúðurin og brúðguminn eru hvorugt trúuð. Athöfnin fór fram í einu horni veislusalarins og sýslumaðurinn í Keflavík sá um að gefa þau saman. Virkilega falleg athöfn, Bára svo falleg í sérsaumaða kjólnum sínum og hún og Jón Grétar bæði svo ástfangin og sæt. Veislan var líka létt mjög fín, öll atriðin létt og skemmtileg og maturinn góður. Það eina sem ekki var fullkomið var að blásaraleikararnir sem áttu að spila brúðarmarsinn mættu alltof seint svo að brúðkaupið tafðist um tæpan hálftíma. Powerpoint-showið okkar með myndunum úr gæsapartýinu heppnaðist prýðilega og við slógum auðvitað alveg í gegn ;) hehe

Um kvöldið var Hófí með smá útskriftarteiti heima hjá sér, en hún varð sem sagt ferðamálafræðingur meðan á brúðkaupsveislunni stóð þó hún hafi reyndar misst af sjálfri útskriftarathöfninni sinni. Við bættum henni það upp með smá gerviathöfn á vegum Assa hins almenna brúðkaupsgests. Í útskriftarpartýinu var m.a. rætt um "hræðilegt" eldhús sem birtist í Opruh-þætti en það var víst allt skreytt með beljumynstri. Ég gat nú ekki tekið alveg undir að það væri hræðilegt því uppáhaldsdýrin mín eru einmitt kusur eins og ég hef nefnt hér áður. Við fundum því út að líklega var ég indversk belja í fyrra lífi, fyrst ég er svona rosalega heilluð af kúm. En...kannski maður myndi nú ekki ganga svo langt að hafa eldhússkápana með beljumynstri eins og mér skilst að Opruh-eldhúsið hafi verið, ég viðurkenni það nú líklega...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Hundaæðið ógurlega

Mér leist nú ekki á blikuna í IKEA í dag. Þar var manneskja með lifandi Chihuahua-hund ofan í töskunni sinni... Ég stökk auðvitað beint inn í næsta bás og sendi sms á Sigrúnu, sem hefur sömu skoðun og ég á hundum, og við vorum báðar sammála um að þetta væri helst til furðulegt. Hver vill eiginlega hafa hund ofan í töskunni sinni? Hvað ef hann skítur á varalitinn eða seðlaveskið? Oj bara!


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
22. júní 2004 17:43:58
Er landinn genginn af göflunum hvað hundadýrkun varðar!! Tek undir orðin þín, Sigurrós, OJ BARA
Þetta lagði Sigrún í belginn


Húrra fyrir Andrési Önd og Visa! :)

Ég fékk mjög gleðilega upphringingu í dag. Svo virðist sem ég hafi hitt á töfrastund þegar ég verslaði í Kringlunni á útskriftardeginum hans Jóa. Andrés Önd var að halda upp á sjötugsafmælið sitt í Kringlunni þennan dag og þeir sem versluðu á ákveðnum augnablikum í Kringlunni þennan daginn hittu á töfrastund í boði Visa Íslands og unnu 5000 kr. Viti menn, ég hitti á svona töfrastund! Visa ætlar því að gefa mér 5000 kr. og eina Syrpubók með Andrési Önd.

Og hver segir svo að það borgi sig ekki að eyða peningum með kreditkorti? ;) hehe


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
22. júní 2004 17:44:55
Andrés klikkar ekki. Til hamingju með glaðninginn!!!

Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum