20. júlí 2004  #
Kvefuð á ný...

Var lítið skárri af kvefinu þegar ég vaknaði í morgun. Var svo skrælnuð í munninum og hálsinum að ég hélt ég myndi kafna. Vona að þetta fari nú að rjátlast af mér, ekki nenni ég að vera svona lengi.

Mamma leit við í dag og dreif sjúklinginn með sér í Rúmfatalagerinn. Ágætt að komast aðeins í ferskt loft... þó það væri ekki nema bara á leiðinni í og úr bílnum ;) Við skruppum svo í bakarí og keyptum alls konar gúmmelaði sem við fórum með heim til Jóa í Arnarsmára þar sem Haukur bættist í hópinn.

Í kvöld horfðum við Jói á Not Another Teen Movie af videoleigu Daða. Myndin var heldur vitlausari en við bjuggumst við (þó við vissum að þetta væri langt frá því að vera einhver gáfumynd) en samt hægt að hlæja vel að henni.

Nú ætla ég hins vegar að drífa mig í háttinn og losa mig við leiðinda kvefið.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Myndir úr afmælispartýinu
Jói bloggaði fyrir viku um "fimmtugsafmælið" okkar Stefu á Gauknum. Nú er komið að mínu bloggi (agalegt að verða fyrir svona löngu bloggfalli...).
Við Stefa urðum báðar 25 ára nú í hinum sólríka júlímánuði og ákváðum að slá fagnaðarhöldunum okkar saman í eitt og buðum góðum gestum í partý á Gauknum. Við sumarbörnin vitum að það er erfitt að bjóða í afmælisveislu á sumrin þegar allir eru út um hvippinn og hvappinn. Margir boðuðu forföll en samt mætti þó nokkur fjöldi til að skemmta sér með okkur og var stemningin með besta móti.
Írafár var hljómsveit kvöldsins en þau mættu því miður frekar seint, ég var að vona að þau myndu byrja að spila fyrr enda var ég búin að vera í svakalegu dansstuði frá því ég mætti á svæðið. Ég entist því miður ekki jafnlengi og hitt afmælisbarnið og gestirnir okkar, var með þreytta útlendinga á mínum vegum og á leiðinni í ferðalag daginn eftir.
En ég var mjög ánægð með kvöldið og skemmti mér vel.
Vil hér með þakka kærlega fyrir mig :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
21. júlí 2004 10:39:30
Gaukur laukur sparibaukur
Hæhó - vildi líka segja takk fyrir mig! Þetta var sko þrumuskuð og þrusustuð og allt og allt og allt.

Hlakka til að geta loksins gefið þér afmælisgjöfina - hún bíður enn heima hjá mér ;)

Kveðja,
Stefa


Þetta lagði Stefa Statler í belginn


Líkamsræktin

Jahá! Ég hef aldrei litið á svefnbylturnar mínar sem líkamsrækt áður! ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
21. júlí 2004 00:13:14
Frábært. Ég ætla að athuga hvort nýi sjúkraþjálfarinn minn samþykkir þetta sem líkamsrækt því þá er ég í góðum málum.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum