1. ágúst 2004  #
Verslunarmannahelgi í kartöflugarðinum heima

Þetta hefur verið nokkuð róleg verslunarmannahelgi hjá okkur Betrabólsbúum.

Á föstudeginum vöknuðum við reyndar eldsnemma og stukkum út til að kippa inn grillinu okkar sem virtist ætla að fljúga af stað. Þurfum endilega að græja festingar og nýja ábreiðu á það, þessi ábreiða virkar vel sem segl eða vængir og hjálpar grillinu því miður við að taka flugið. Föstudagurinn sjálfur fór ekki í neitt merkilegt, var hálfsyfjuð og ómöguleg allan daginn eftir að hafa vaknað of snemma.

Laugardagurinn var ekki mikið merkilegri, þvoði þvotta og þreif íbúðina. Um kvöldið skelltum við skötuhjúin okkur í bíó og sáum Shrek 2. Það var búið að hlaða á okkur sögum af snilld þessarar myndar og við fórum því kannski með nokkrar væntingar í pokahorninu. Myndin var stórskemmtileg en sló engan veginn út fyrri myndina og eins og Jói segir í sinni færslu þá voru engin atriði sem ollu hláturskast, mesta lagi brosi og léttu flissi.

Í dag var leiðinni hins vegar heitið á Selfoss þar sem við hjálpuðum Guðbjörgu og Magnúsi við að mála nýja heimilið þeirra. Eftir virkilega góða sunnudagssteik hjá mömmu héldum við heim á leið og svaf ég meirihluta leiðarinnar. Eyddi restinni af kvöldinu í að snurfusa vinnuaðstöðuna mína, þetta er smám saman að taka á sig almennilega mynd. Náði svo núna rétt fyrir svefninn einum John Doe þætti. Ég virðist alltaf lenda á endursýningunum sem er svo sem allt í lagi. Hentar mér líklega betur heldur en föstudagskvöldin (sem Steinunn og sonur voru svo vinsamleg að benda mér á :)) Ég á nefnilega mjög erfitt með að festa mig yfir sjónvarpsþáttum á föstudagskvöldum - þó ég sé reyndar sjaldnast að gera neitt sérstakt þá.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum