1. september 2004  #
Alltaf í verkfalli?

Það virðist hvíla á kennarastéttinni sá stimpill að vera stétta duglegust við að leggja niður störf og fara í verkfall. Sums staðar er það jafnvel gefið í skyn að "hægt sé að stilla klukku" eftir örum verkföllum kennara.

Staðreyndin er hins vegar sú að grunnskólakennarar hafa aðeins farið í 3 verkföll í gegnum tíðina.

1984 - Verkfall í u.þ.b. 5 vikur.
1995 - Verkfall í u.þ.b. 6 vikur.
1997 - Verkfall í 1 dag.

Og þar hafið þið það!


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
3. september 2004 13:33:04
Og hana nú!!!!!

Þetta lagði Sigrún í belginn
6. september 2004 09:29:22
jebbs
Og einir og sér hafa þeir bara farið þennan eina dag ´97, hin verkföllin voru með framhaldsskólakennurum og fleirum ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
6. september 2004 10:23:08
Reyndar má ekki gleyma verkfallinu 1989 (eða var það 88?) þegar HÍK kennarar fóru í verkfall. Reyndar voru flestir grunnskólakennarar í KÍ, en margir kennarar í unglingadeildum voru í HÍK og voru þá í verkfalli. Mamma mín kenndi í Hagaskóla þá og flestir kennararnir þar voru í verkfalli. Allir mínir kennarar í Grandaskóla voru hins vegar í KÍ þannig að ég þurfti að mæta í skólann. Það voru gríðarleg vonbrigði þá...
Þetta lagði Sunna í belginn
8. september 2004 15:03:03
þú gleymir einu...
Þetta er ekki alveg rétt. Þegar ég var í 2. bekk (hét reyndar 1. bekkur þá) fór annað af kennarafélögunum tveimur í verkfall. Má ekki gleyma því...
Þetta lagði joiskag í belginn
8. september 2004 23:16:00
Samkvæmt mínum heimildum eru þetta einu verkföll grunnskólakennara í KÍ. Getur verið að það hafi verið árið 1989 sem þú lentir í verkfalli í 2. bekk, Jóhann? Kannski er það sama verkfall og Sunna minnist á hér að ofan þegar HÍK kennarar fóru í verkfall. Kennarinn þinn hefur þá ef til vill verið í HÍK.
Ef ég kemst að því að einhverjar villur séu í mínum heimildum, sem hafðar eru úr afar áreiðanlegri átt, þá skal ég að sjálfsögðu greina frá því :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum