27. september 2004  #
Þrautagöngur
Hóf óveðursföstudaginn á sjúkraþjálfun. Var fegin því þegar ég rölti síðan úr Hátúninu yfir í Borgartúnið að veðrið hafði skánað örlítið. Sat svo í verkfallsmiðstöðinni þar til Jói sótti mig og kom mér á BSÍ. Selfossrútan sniglaðist síðan austur fyrir fjall þar sem mamma tók á móti mér. Við höfðum það ósköp huggulegt um helgina þrátt fyrir heimskulega vinstri hönd mína sem virðist staðráðin í að gera mér lífið leitt. Guðbjörg og Magnús buðu okkur í kvöldmat á laugardeginum og síðan leigðum við mamma okkur Runaway Jury sem er að mínu mati mjög góð og frumleg réttarhaldamynd. Grisham klikkar ekki.

Sunnudagskvöldinu varði ég að miklu leyti á biðstofunni á Slysó en þar beið ég í klukkutíma og korter til að fá 5 mínútna viðtal við lækni. Læknirinn var nú sammála mér um að það væri eitthvað að hendinni, enda ekki eðlilegt að fá rafstuðskrampa í gegnum lófann. Hann taldi að þetta væri líklega einhver hnútur á taug og benti mér á tvo handasérfræðilækni sem ég hringdi í strax í morgun. Ég er svo heppin að fá tíma hjá þeim í byrjun nóvember... Verð líklega bara að þjást þangað til... Alla vega er þetta ekki að lagast og í dag var ellefti dagurinn sem höndin er í ólagi. Slysólæknirinn hjálpaði því miður ekki til, hann ýtti svo fast á slæma aðalpunktinn á úlnliðnum að það lá við að ég gargaði af sársauka og síðan þá hafa rafstraumskramparnir góðu bara aukist...

En að annarri þrautagöngu... Nokkrir kennarar úr Hlíðaskóla drifu sig í baráttugöngutúr í góða veðrinu í morgun svona til að efla andann og líkamann. Við gengum frá Háteigskirkju og yfir í Laugardalinn, þaðan yfir í verkfallsmiðstöð áður en við fórum aftur yfir að Háteigskirkju þar sem bílarnir okkar voru (þ.e.a.s. þeirra sem voru á bíl :)). Ég lét það vera líkamsrækt dagsins og enn einn dagurinn leið án Kennó-leikfiminnar. Mér finnst hundfúlt að vera ekki farin að mæta þangað, en einhvern veginn hefur allt unnið gegn mér, fyrst kinnholubólgan og kvefið og nú þessi fáránlegi verkur í höndinni sem gerir að verkum að ég reyni sem minnst að hreyfa allan handlegginn. En ég ætla að mæta, bara um leið og ég get!


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
28. september 2004 10:19:50
Ég finn nú eiginlega bara til með þér- þú færð alla mína samúð. Mér datt fyrst í hug að þetta væru bara fráhvarfseinkenni vegna skorts á skriftartímum um þessar mundir! En þetta virðist nú vera eitthvað miklu meira en það!
Þetta lagði Sigrún í belginn


Aldurinn færist yfir...
Kveikti á útvarpinu í dag. Útvarpsmaðurinn var að tala um lag sem fengið hefði að fara með á geisladisk hjá einhverri hljómsveit til að yngri kynslóðirnir fengju að kynnast því, fæst yngra fólk virtist nefnilega þekkja það. Ég hlustaði áfram, spennt að vita hvort ég væri ein af þessu fáa unga fólki sem þekkti lagið.
Lagið reyndist vera Gaggó Vest og ég verð að viðurkenna að mér varð pínulítið um. Að því er ég best veit þekkja flestir á mínum aldri Gaggó Vest svo að mín kynslóð flokkast greinilega ekki lengur sem "yngri kynslóð". Þetta var smá sjokk... ;)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
27. september 2004 20:30:46
Oldie goldie
Vá, hvað mér finnst ég vera gömul núna.... :(
Þetta lagði Elísabet í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum