3. september 2004  #
Gleðilegir endurfundir við krókódíla og ofurhetjur

Þar sem ég sat inni í stofu um daginn með poppskál í annari hönd og sjónvarpsfjarstýringuna í hinni meðan ég reyndi að eitthvað til að horfa á, þá saknaði ég skyndilega Breiðvarpsins heil ósköp. Ég veit ekkert hvað Powerpuff-stelpurnar eru að dunda sér við þessa dagana, bretarnir eru kannski búnir að breyta allri þjóðinni í Style Challenge og Steve Irwin hefur kannski verið étinn af krókódíl án þess að ég hafi orðið vör við það! Það var því aðeins eitt í stöðunni. Ég varð að fá Breiðvarpið! Við ákváðum því að fórna Mogganum - það er hvort eð er ekkert pláss fyrir svo stórt og þykkt dagblað í póstkassanum okkar fyrir utan það að við fáum líka Fréttablaðið og getum svo bara lesið Morgunblaðsfréttirnar á netinu.

Ég fór svo í dag í Símann inni í Kringlu og fékk þar myndlykil hjá hressum og almennilegum starfsmanni Símans. Það var síðan frekar lítið mál að tengja gripinn þegar heim var komið en Jói fór beint í að redda því. Því miður höfðum við nú ekki tíma til að horfa neitt á þetta í kvöld þar sem tíminn fór að mestu í að þrífa fyrir árshátíð Klúbbsins annað kvöld. Ég held að það sé óhætt að segja að hér á bæ búi tvö tækjagúru, fjarstýringarnar sem liggja hlið við hlið í stofunni eru nú orðnar fimm talsins. Ég raðaði þeim auðvitað eftir í rétta stærðarröð svo það væri þægilegra að horfa á þær, þið þekkið mig... ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
4. september 2004 15:39:24
Já ég sé fyrir mér niðurröðunina á fjarstýringunum. Hef einhverntíman séð slíkt áður. Allt af því góða. Ég vona að árshátíðin heppnist vel og bið að heilsa vinkonunum.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum