15. október 2005  #
Föndurleiðangur

Fór í Föndru í dag til að kaupa efnivið í jólakortin. Þó ég sé algjörlega á móti jólaskreytingum og öðru slíku núna í október þá finnst mér samt sniðugt að hafa tímann fyrir mér í að föndra jólakortin. Sérstaklega af því að við erum að senda fleiri kort en vanalega þetta árið.

Það voru fleiri en ég sem voru mættir í Föndru til að hafa vaðið fyrir neðan sig varðandi jólakortin. Ég hafði hugsað mér að rölta þarna um í rólegheitunum og dunda mér við að velja pappír og fleira fínerí. Það varð lítið um rólegheit.

Búðin var full af ákveðnu og aðgangshörðu kvenfólki með lúna karla sína í eftirdragi. Ég rétt svo gat troðið mér yfir að pappírsrekkanum, náði að grípa pappír sem virtist í lagi og braut mér svo leið yfir að afgreiðsluborðinu. Þvílík læti og troðningur! Held ég forðist Föndru á laugardögum fram að jólum...

Fór líka í Liti og föndur hérna í Kópavoginum til að kaupa hvítt stimpilduft og kannski nýjan jólastimpil (fann reyndar engan eins og mig langaði í). Það var sko mun þægilegra að koma þangað inn. Við vorum bara tvær í búðinni fyrir utan afgreiðslufólkið. Veit að þetta hljómar kannski ekki eins og hrós fyrir verslunina, en hún er að sjálfsögðu bara lítið útibú annarrar stærri verslunar í miðbænum.

Þarna fann ég afgreiðslufólk sem hafði tíma fyrir mig og fékk ég góðar ráðleggingar varðandi stimplana og duftið.

Er búin að gera tvö prufukort og er bara nokkuð ánægð með árangurinn. Þá eru bara 78 eftir ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
16. október 2005 09:08:25
http://www.fondurstofan.net/
Endilega kíktu þangað. Þarna er ýmislegt til og mun ódýrara heldur en t.d. í Föndru! Ég fór með einni vinkonu minni í Föndurstofuna um daginn og átti mjög bágt með að kaupa bara ekki upp búðina. (Það er nú samt eitthvað eftir handa fleirum...;))
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn
16. október 2005 10:50:55
Takk fyrir þetta :) Alltaf gaman að fá upplýsingar um búðir með skikkanlegt verð - maður á það nefnilega á hættu að fara á hausinn ef maður verslar í Föndru... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum