16. nóvember 2005  #
Mamma 60 ára

Ég ætlaði nú að vera löngu búin að segja frá helginni en svona er þetta stundum. Jæja, seint er betra en aldrei :)

Mamma varð sum sé sextug síðastliðinn laugardag og í tilefni dagsins keypti hún þrjú Grand Rómantík- tilboð á Grand Hótel. Mamma, Haukur, Guðbjörg og Magnús komu frá Selfossi og við Jói hittum þau í Perlunni þar sem mamma bauð upp á afmæliskaffi og kökur. Að því loknu var haldið á hótelið. Mér fannst svolítið fyndið að pakka ofan í tösku í Kópavogi til að fara og gista á hóteli í Reykjavík ;)

Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu hittumst við inni á herbergi mömmu og Hauks. Mamma var með nokkra pakka sem hún hafði fengið og samviskusamlega beðið með að opna þar til á afmælisdaginn.

Klukkan 19:00 mættum við svo öll prúðbúin niður á veitingastaðinn Brasserie Grand í anddyri hótelsins. Okkur var vísað til borðs yst í salnum, alveg upp við gangveginn og næstum því upp við barborðið þar sem fjöldi karla stóð að kaupa drykki. Við spurðum hvort við gætum fært okkur innar í salinn en þetta var því miður eina 6 manna borðið og 8 manna borðin voru öll uppbókuð. Við vorum svolítið svekkt því það vantaði alveg sjarmann þarna úti við gangveg, okkur fannst við eiginlega bara setja í lobbýinu.

Ég fór og leitaði aftur að yfirþjóninum og spurði hann aftur hvort það væri eitthvað hægt að gera, þetta væri jú sextugsafmæli og við værum svolítið sár að sitja svona frammi á gangi. Hann kom stuttu seinna að borðinu okkar og sagði að þessu yrði reddað. Við fengum því 8 manna borðið innar í salnum upp við arineldinn (sem var ágætt því við kulvísu systurnar vorum að krókna á ganginum ;)). Þjónarnir komu svo með lítið borð og skelltu við fyrrum 6 manna hringborðið okkar þannig að þegar 8 manna hópurinn mætti miklu seinna um kvöldið þá settust þau þar. Við vorkenndum þeim náttúrulega líka að sitja við ganginn en þeim var nær að mæta svona seint ;)

Þjónarnir stjönuðu svo við okkur allt kvöldið og báru í okkur hvern réttinn á fætur öðrum og hver einasti réttur var algjört himnaríki. Okkur leið eins og kóngafólki og ég er afskaplega þakklát starfsfólkinu og þá sérstaklega yfirþjóninum fyrir að hjálpa okkur að gera kvöldið svona yndislegt.

Mamma var auðvitað með afmælismyndavélina sína með sér ;) og tók fullt af myndum sem finna má í albúminu hennar.

Takk fyrir helgina, mamma og enn og aftur til hamingju með afmælið! :)

 

rj_sjo.jpg

 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
16. nóvember 2005 22:38:32
Já, þetta var gaman,
og mikið finnst mér gaman að sjá þessa gömlu mynd sem þú lumar á. Æ, hvað við erum nú sætar þarna.
Þetta lagði Ragna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum