27. nóvember 2005  #
Fréttayfirlit síðustu daga

Henríetturnar hittust yfir hvítvínsglasi síðastliðið föstudagskvöld. Við erum líka ósköp duglegar húsmæður svo að við vorum eiginlega með Tapas-hlaðborð og gæddum okkur á Quality Street konfekti yfir Idolinu. Ósköp huggulegt! Er strax farin að hlakka til næsta hittings :)

Í gær lá leið okkar Jóa síðan í Bíóhöllina í Álfabakka til að sjá Harry Potter. Ákváðum að láta það eftir okkur að sjá myndina í Lúxussalnum. Við sáum nr. 2 líka í Lúxussalnum en lentum þá í því að fá bara sæti fremst í salnum þrátt fyrir að mæta hálftíma fyrir sýningu. Núna vorum við því komin klukkutíma fyrr, vopnuð skáldsögum til að stytta okkur biðina. En nú var hins vegar ekki hleypt inn fyrr en tíu mínútum fyrir sýningu svo að við sátum og lásum í tröppunum við hliðina á miðasölunni í u.þ.b. klukkutíma. Það mættu nú alveg vera einhver sæti á biðsvæðinu, ég segi nú ekki annað.

Myndin var mjög góð þó ég sakni auðvitað ótal atriða úr bókinni. En það er víst ekki hægt að gera henni allri skil í 2 og 1/2 tíma mynd. Er reyndar sammála ýmsum sem skrifað hafa gagnrýni á IMDB að Dumbledore var mjög undarlegur og taugatrekktur í myndinni sem er mjög langt frá karakter hans í bókunum, en þar er hann yfirleitt alltaf pollrólegur og með kontról á hlutunum. En jæja, ég er samt mjög ánægð með myndina og hlakka til að sjá hana aftur þegar hún kemur á DVD.

Ætla ekki að fárast hérna yfir fólkinu sem var með 4-5 ára gömlu stelpuna í bíó. Þetta er ekki barnamynd og verði foreldrunum bara að góðu þegar barnið fer að vakna upp af martröðum um miðjar nætur... Myndin er bönnuð innan 12 ára og ég skil ekki að fólk skuli ekki virða það. Auðvitað er skárra að fullorðnir horfi með börnum þegar þau horfa á skelfilegar myndir til að geta útskýrt fyrir þeim að þetta sé bara leikið, en það breytir því þó varla að börnin eru samt að horfa á hryllinginn sem festist svo í huga þeirra.

En jæja, ég ætlaði ekki að fárast yfir því svo að ég sleppi því bara... ;)

Í dag var svo innflutnings-/afmælisboð hjá Önnu Kristínu og Andreasi. Nýja íbúðin þeirra er ótrúlega fín og falleg og það var gaman að hitta þau og fleiri góða vini og kunningja yfir gómsætum kökum og gotteríi. Stefa var meðal gesta og skammaði mig fyrir það hvað ég blogga sjaldan. Svo að ég þorði ekki öðru en að setjast beint við tölvuna og blogga þegar ég kom heim...! ;) Skal reyna að vera dugleg, Stefa mín :) 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
28. nóvember 2005 12:27:58
Takk takk,

þetta líst mér betur á :D ..og ég er búin að finna til Kermit - The swamp years svo ég get skilað henni eftir um 2 ára lán!! Gosh!! Ég er hræðileg! :/ Jæja, spurning um að hittast fljótlega...

*Knús*
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
2. desember 2005 19:43:58
Eru fleiri í sömu stöðu og ég....
Þetta lagði Rakel í belginn
2. desember 2005 20:45:13
Engar áhyggjur, Rakel mín! Þú ert ekki ein á svarta listanum ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum