28. nóvember 2005  #
Jólajóla

Nágrannar okkur bönkuðu upp á í gær og sögðu okkur hvernig jólaseríu við ættum að kaupa, hvar hún fengist og hvað svalirnar okkar væru langar. Við hlýðum auðvitað því sem okkur er sagt svo ég dreif mig í BYKO í gær til að versla. (Er reyndar alveg sammála valinu á seríunum svo að þetta er nú bara hið besta mál ;) hehe).

Lenti reyndar í vanda í BYKO því annað hvort höfum við misskilið leiðbeiningarnar eða þær hafa verið eitthvað skrýtnar, því starfsfólkið í BYKO vissi eiginlega ekki hvað það væri sem ég átti að kaupa. SVo að nú er bara að yfirheyra nágrannana betur og fara aftur á stúfana sem fyrst :)

Annars er ég byrjuð að skreyta heima. Sótti kassana með jóladótinu niður í geymslu um helgina og raðaði jólasveinum og englum í hillur og á borð. Er búin að setja upp jólaseríur í stofuglugga og í vinnuherberginu. Stefni svo að því að hengja upp seríu í gestaherberginu í vikunni. Finnst ég reyndar vera eitthvað snemma í þessu en það er nú kominn fyrsti í aðventu og þá er nú bara hið besta mál að skreyta. Nú vantar hins vegar bara jólasnjóinn og þá kemur alveg rétti fílingurinn í þetta!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
28. nóvember 2005 19:21:50
Við mæðgur erum greinilega allar að komast í jólafílinginn. Ég var líka að spá í hvort þetta væri voða snemmt en það er bara svo fljótur að líða tíminn og það er líka svo gaman að njóta aðventunnar með smá skrauti.
Þetta lagði Mamma í belginn
1. desember 2005 17:42:05
Jólahjóla hvað
Er enn stödd í eyjum og með ansi mikinn móral því eitt er víst að jólin koma ekki upp á neðri hæðinni fyrr en ég kem aftur í bæinn. Þú kannski ýtir á eftir Jónasi með seríuna á svalirnar.....hahaha .O)
kveðja úr eyjum
Helga Sigrún
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum