24. desember 2005  #
Gleði- og friðarjól

Ég hefði nú ekki þurft að stilla klukku í morgun því veðrið sá um að vekja okkur um hálfníuleytið. En ég læt veðrið nú ekki stöðva mig í því að fara í kirkjugarðana og náði bara í kraftgallann niður í geymslu.

Eins og vanalega byrjaði ég í Fossvoginum á leiði afa og ömmu. Var bæði með eldspýtur og gaskertakveikjara. Ákvað að byrja á því að prófa eldspýturnar þó ég vissi nú nokkurn veginn að það væri borin von. Sem reyndist líka rétt. Eldri hjón voru nú komin að leiði þarna nokkrum metrum frá og ég hugsaði með mér að ég gæti farið og kveikt fyrir þau á þeirra kerti þegar ég væri búin að ná að kveikja á mínu. Svona þar sem ég væri svo vel útbúin með gaskertakveikjarann. Sem reyndist síðan jafnlélegur og eldspýturnar. Í svona roki þá kemur sem sagt varla blossi á hann. En þolinmæðin þrautir vinnur allar, hugsaði ég með mér, og var viss um að þrítugasti og sjöundi blossinn myndi kannski ná að kveikja á kertinu.

Allt í einu var eldri maðurinn, sem ég hafði ætlað mér að hjálpa, kominn til mín og spurði hvort hann ætti ekki að kveikja á kertinu fyrir mig. Hann var nefnilega með lítið logsuðutæki! Ég bara gapti og þáði aðstoðina með þökkum. Verð sko að fá mér svona fyrir næstu jól! ;)

Í Gufunesinu gekk ekki mikið betur enda færri tré og þar af leiðandi minna skjól. En það er ekki stressið á manni á jólarúntinum í kirkjugörðunum svo að ég hafði ekki miklar áhyggjur, þetta kæmi á endanum.

En það er greinilega mikill náungakærleikur í þeim sem heimsækja kirkjugarðana á aðfangadagsmorgun. Maður sem var við næsta leiði kom yfir til mín og sá var reyndar ekki með logsuðutæki, en hann var með grillvökva sem hann hellti á kertið og á tíundu eldspýtu náðum við almennilegum eldi af stað.

candle.jpg

Nú loga því ljós hjá afa og ömmu og hjá pabba.
Nú mega jólin koma.

Bráðum klukkur hringja,
kalla heims um ból
vonandi þær hringja flestum
gleði- og friðarjól.

Gleðileg jól, öllsömul!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
25. desember 2005 18:35:52
Ræktarsemin.
Elsku Sigurrós mín hvað ég vildi að ég hefði verið með þér þarna. Þau eru heppin, pabbi þinn, amma og afi sem nú dvelja í hásölum, hvað þú ert alltaf ræktarleg að fara í kirkjugarðana fyrir jólin og aftur á aðfangadag.
Þakka þér fyrir.
Kveðja og knús frá mömmu.
Þetta lagði Mamma í belginn
27. desember 2006 21:11:03
Tek undir þetta með þolinmæðina, ég þurfti mikið á henni að halda í kirkjugarðinum. Ég notaði örugglega um 50 eldspýtur en það hófst að lokum:)Þeir félagar hafa örugglega hlegið að vandræðunum hjá okkur með vindinn! Farðu vel með þig
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum