9. desember 2005  #
Afmælishátíð í Hlíðaskóla

Ég sit í afmælisteymi Hlíðaskóla en við vinnum að því að skipuleggja ýmsa skemmtilega atburði í tilefni 50 ára afmælis skólans. Í dag var svaka afmælishátíð með nemendum og starfsfólki. Allir skreyttu hurðirnar að stofunum sínum og stofurnar líka, skólinn bauð upp á alvöru heitt súkkulaði og smákökur en síðan flökkuðu krakkarnir milli stofa og heimsóttu vini, systkini og aðra skólafélaga. Í hverri stofu var boðið upp á þraut eða verkefni og allir skemmtu sér konunglega.

Við í 3. SJO vorum með tvær getraunir í okkar stofu. Annars vegar átti að giska á hvað væru mörg filmubox í turni sem krakkarnir röðuðu upp um morguninn og hins vegar vorum við með dularfullar myndir í PowerPoint-sýningu en gestirnir áttu að reyna að finna út hverju myndirnar væru af.

Hátíðin gekk svo vel að við í afmælisnefndinni brostum hringinn í allan dag. Það er oft erfitt að skipuleggja eitthvað sem brýtur alveg upp skólastarfið og stundum erfitt að sannfæra alla um að hugmyndirnar sem maður fær geti alveg virkað. En í þessu tilviki gekk allt frábærlega og við erum ákaflega stoltar af afmælishátíðinni okkar!

 

Myndir af hátíðinni eru væntanlegar inn á netið :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum