9. febrúar 2005  #
Klankklankklank
Þrátt fyrir kulda og snjókomu var bíllinn ekki pikkfrosinn í morgun eins og svo oft. Ég var mjög sátt við að komast strax inn enda foreldradagur framundan og heilmörg viðtöl á dagskrá.
Hins vegar var ég ekki nógu sátt við hljóðin sem bíllinn gaf frá sér þegar við lögðum af stað.
Flabbflabbflabb.
Jói stoppaði bílinn, fór út og skoðaði dekkin en allt virtist í orden. Svo við héldum áfram.
Flabbflabbflabb varð að plankplankplank sem varð svo að klankklankklank.
Okkur leist ekki á blikuna, hvað þá þegar við vorum komin út á Hafnarfjarðarveginn þar sem er nú ekki beinlínis hægt að dóla sér á 30 þó bíllinn segi klankklankklank.
Við keyrðum út í kant rétt fyrir neðan Hamraborgina. Jói kíkti aftur á dekkin og jú, eitt dekkið var illilega sprungið.
Jói hringdi á dráttarbíl en ég hringdi á leigubíl. Leigubíllinn var sem betur fer fljótur að koma, ég skildi Jóa eftir í klankklank-bílnum í vegarkanti á Hafnarfjarðarveginum og rétt náði í fyrsta foreldraviðtalið.
Hafði ekki alveg planað að byrja daginn svona en gamla máltækið "fall er fararheill" hlýtur að vera satt því dagurinn gekk mjög vel fyrir sig að öðru leyti hjá mér.
Samt dæmigert að svona lagað gerist einmitt þegar eitthvað stendur til.

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
12. febrúar 2005 21:33:08
Ekki er allt fyrirséð. En skelfing getur það verið óþægilegt þegar þarfasti blikkfákurinn slær feilpúst. ... Og það þegar vest gegnir.
Þetta lagði afi í belginn


Buhuhu
Af hverju í ósköpunum er öllum óvæntum dagskrárliðum Ríkissjónvarpsins troðið á miðvikudaga kl. átta?!? Hvers eigum við Bráðavaktaraðdáendur að gjalda?
Fyrst var það handbolti sem skemmdi fyrir mér miðvikudagskvöld. Síðan íslensku tónlistarverðlaunin, sem ég hafði svona álíka áhuga á og handboltanum. Í kvöld var það Gettu Betur.
Og alltaf fellur Bráðavaktin niður. Ég hefði haldið að það mætti frekar hvíla þetta blessaða Óp eða hvað svo sem þetta heitir.
Ég var farin að halda að Bráðavaktarserían væri kannski búin en nei, nei, síðasti þáttur fyrir þremur vikum var nr. 17 af 22 svo að það eiga enn að vara fimm þættir eftir. Miðað við að Gettu Betur er búið að hertaka miðvikudagskvöldin þá sé ég ekki fram á að fá neina Bráðavakt fyrr en fyrsta lagi í lok mars.
Er ekki sátt :(

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
9. febrúar 2005 23:35:44
Ég var einmitt búin að spá í það hvort Bráðavaktin hefði kannski verið búin. Ég er líka mjög fúl yfir þessu. Við höfum ekki séð vinina okkar á Bráðavaktinni svo lengi.
Þetta lagði Mamma í belginn
10. febrúar 2005 21:01:24
Segjum tvær!Það var í lagi að láta Bráðavaktina víkja fyrir handboltanum en ekki fyrir Tónlistarverðlaununum og Gettu Betur!Dyggir áhorfendur Bráðavaktarinnar eru ekki kátir þessa dagana:(
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum