5. apríl 2005  #
Austurstræti, ys og læti
Á dagskrá 2. bekkjar Hlíðaskóla í dag var ferð niður í miðbæ Reykjavíkur til að skoða ýmsar merkar byggingar í tengslum við samfélagsfræði. Veðrið var svo yndislegt í gær og ég hlakkaði mikið til að fara með þau í bæinn og taka myndir af hópnum í sólskininu.
Sólskinið var hins vegar hvergi að finna í dag.
En við ákváðum að láta ekki deigan síga þrátt fyrir rigningu, slyddu og snjókomu fyrr um morguninn og drifum okkur af stað í strætó. Vonuðum að það héldist þurrt eins og var það augnablikið sem við lögðum af stað. Fólkið í strætó fékk örugglega sjokk þegar við ruddumst inn, tæplega 60 börn og 6 stjórnsamar kellur ;)
Fórum út á Lækjartorgi og krakkarnir fengu verkefnablöð og blýant. Á sömu stundu fór að rigna. Krakkarnir merktu við ýmsar merkar byggingar sem þau sáu þar sem við gengum eftir Lækjargötunni og það skemmdi ekki fyrir að þegar við vorum að fylgjast með stjórnarráðinu þá kom forsætisráðherrann skálmandi út ;)
Þegar við vorum komin á Austurvöll voru verkefnablöðin smám saman farin að breytast í ágætis efnivið í pappamassaföndur og ekki lengur hægt að skrifa á þau.
Við fórum inn í Ráðhúsið til að leita skjóls í smá stund áður en við héldum áfram förinni. Minn bekkur tók svo strætó heim í skóla en hinir bekkirnir þrömmuðu alla leið. En þau voru heldur ekki svo "heppin" að hitta róna á Lækjartorgi. Ég ætlaði nú ekkert að ræða það neitt nákvæmlega við þau en um leið og við vorum komin inn í strætó þá tilkynntu þau mér að maðurinn sem hefði verið að tala við þau væri sko róni.
Við komum blaut og hrakin upp í skóla aftur og krakkarnir kvörtuðu nú smávegis yfir því hvað þetta var misheppnuð ferð en kennarinn þeirra reyndi að sannfæra þau um að þetta hefði bara verið meira ævintýri fyrir vikið.
Og vissulega var þetta mjög skemmtileg ferð... svona eftir á... ;)
Þær fáu myndir sem ég tók sýna ágætlega hvað veðrið var óyndislegt, slyddan sést sérstaklega vel á þessari mynd og þessi mynd er alveg lýsandi fyrir stemninguna sem var komin í hópinn undir lokin ;) hehe

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum