19. maí 2005  #
Hvað gerðist?!?
Við störðum á skjáinn og biðum eftir að kynnarnir drægu fram ellefta umslagið eða segðu "Nei, djók! Auðvitað kemst Ísland áfram en ekki Makedónía!" Okkur leið eiginlega eins og einhver hefði dáið! Það var auðvitað bara formsatriði að líta við á þessari blessuðu forkeppni, ekkert til að stressa sig neitt yfir. Smá misskilningur...
En við vorum nú, þrátt fyrir vonbrigðin, nokkuð sátt með spána okkar. Við skrifuðum niður þau 10 lönd sem við töldum að gætu og ættu að komast áfram og 8 þeirra komust áfram. Við erum greinilega nokkuð góðir spámenn... þó við höfum nú reyndar ekki séð fyrir klúðrið með íslenska lagið :(
Ég gleymi yfirleitt fljótt hvaða land var með hvaða lag, svo að ég bætti litlum útskýringarmyndum við til að hjálpa minninu ;)
The image ?http://sigurros.betra.is/img/blogg/eurovision.jpg? cannot be displayed, because it contains errors.
Það verður vissulega ekki sama stemningin í partýinu á laugardaginn eins og gert hafði verið ráð fyrir, þó við látum þetta auðvitað ekki skemma stuðið neitt fyrir okkur. Þemapartý á vegum Assa eru ALLTAF skemmtileg, jafnvel þó að leiðindapúkasímakosningafólk í Evrópu hafi skemmt fyrir okkur. Þetta verður bara svolítið öðruvísi. Við höldum þá auðvitað með Noregi. Áfram Noregur! :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
23. maí 2005 08:37:10
Þessar myndir gerðu alveg gæfumuninn fyrir okkur :)
Þetta lagði Jóhanna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum