26. júní 2005  #
Elsku ættingjarnir mínir :)
Vorum að koma heim í Betraból eftir ættarmót fyrir austan. Heiðarættin kom saman að Keldum á hádegi í gær og planið var svo að skemmta okkur saman langt fram á nótt í Sælukot og þar í kring í góða veðrinu líkt og síðast. Veðurguðirnir brugðust okkur hins vegar og gáfu okkur hellidembur og rok í stað sólarblíðu svo að plönin breyttust aðeins. Við fengum inni á Gaddstaðarflötum og skemmtum okkur bara fram á nótt þar.
Það var virkilega gaman að koma saman með náskyldum og fjarskyldari ættingjum; afkomendum Odds og Helgu frá Heiði. Er strax farin að hlakka til næsta ættarmóts :)

Og fleiri ættingjamyndir, ég átti alltaf eftir að setja inn myndir frá frændsystkinapartýinu sem Gústa hélt í Hófgerðinu. Ég var rukkuð um myndirnar um helgina svo að það er víst best að skella þeim inn :)

Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
27. júní 2005 15:43:36
Takk sömuleiðis fyrir skemmtilegan dag... það er samt frekar hræðilegt að skoða þessar myndir af mér...

sagt er að myndavélin ljúgi ekki, ég vona að það sé ekki satt;)
Þetta lagði Ingunn í belginn
27. júní 2005 23:12:54
..
hvaða hvaða..þetta eru fínar myndir :)
Þetta lagði Heiður í belginn
28. júní 2005 13:58:39
Flottar myndir af ættinni!
Mér fannst hún líka mjög góð af mér og Steina frænda ;). En hvaða kýr eru þetta í upphafi he he,???
Spurning annars hvort ég mætti biðja þig um að senda pabba nokkrar myndir á E-mail (hjaltioddsson@simnet.is)??? (Og ég myndi líka þyggja það sérstaklega þessa af mér og Steina!!!) :)
Þetta lagði Anna Sigga í belginn
29. júní 2005 14:13:29
Ég er b

Þetta lagði Anna Sigga í belginn
29. júní 2005 14:14:21
...úbs! Myndinni hefur verið reddað! Fékk hana að vísaði á hana af blogginu mínu! ;)
Þetta lagði Anna Sigga í belginn
4. júlí 2005 11:23:49
Takk fyrir að sétja inn myndirnar Sigurrós....gaman að skoða þetta hjá þér,,,,kíki nú reglulega til þín ;o)
Hlakka til að sjá ykkur um helgina.
Ps. má ég kannski fá lánaðar nokkrar myndir frá þér úr partíinu og ættarmótinu.
Kveðja Eydís
Þetta lagði Eydís í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum