29. ágúst 2005  #
Gjugg í borg! :)
Ég er ekki dottin út af yfirborði jarðar, alveg satt! Það er bara búið að vera mikið um að vera undanfarið og ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga.

...Ókei, ókei, ég skal viðurkenna það sem ykkur grunaði - ég var svo ánægð að hafa mynd af Freddie Mercury á forsíðu bloggsins að ég ákvað að endurnýja bloggið ekki framar! ;)

Sem sagt, mikið að gera. Við fórum til Hollands í brúðkaup Jolöndu og Jeroen um síðustu helgi, núna um helgina fórum við annars vegar á Selfoss í "þykjustuafmæliskaffi" og svo smá skreppitúr á Rif í sunnudagskaffi. Þess á milli hef ég svo verið að kenna og föndra fyrir skólann. En nánar um það síðar þegar ég verð búin að gefa mér tíma til að setja inn myndir frá þessum skemmtilegheitum :) Svo að bloggsíðan mun standa í stað enn um sinn.

Vildi bara láta heyra smá í mér núna til að þið hélduð ekki að ég væri hætt þessu. Það lifnar vonandi yfir síðunni með haustinu, bæði hvað magn og gæði bloggfærslna varðar og svo vonast ég líka til að tölvumaðurinn nái fljótt að taka fyrir beiðni mína um endurbætt útlit síðunnar. Planið er að nota nýtt gagnakerfi á bak við síðuna, og það get ég því miður ekki gert sjálf, svo að ég varð að láta mér nægja að hanna nýja "lúkkið" og nú er málið komið í hendurnar á tölvumanninum ;)

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
30. ágúst 2005 08:57:35
Líf og fjör
Við eigum þá svo sannarlega von á góðu. Í máli og myndum, ekki satt?
Þetta lagði afi í belginn
2. september 2005 13:26:05
Sjæse, you busy lady is!;) Lýst vel á virðulega árshátíðarnefnd þessa árs... hihi. Hlakka til!
Þetta lagði Bára í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum