15. september 2005  #
Árshátíðin
Árshátíð Klúbbsins og Assa var haldin með mikilli viðhöfn síðasta laugardag. Þemað var "Sex and the City" enda um frábæra þætti að ræða :)

Nefndin (þ.e.a.s. Jóhanna og ég) tókum á móti liðinu með á Austurvelli og gáfum þeim freyðivín. Grunlausu fórnarlömbin voru svo send af stað í ratleikinn. Við héldum að þau myndu kannski kvarta eitthvað yfir verkefnunum í ratleiknum, en það tóku allir vel í þetta og gengu m.a.s. enn lengra en við gerðum nokkurn tímann ráð fyrir ;)

Við Jóhanna keyptum okkur Sviss Mokka á Café Paris meðan við biðum eftir þeim úr ratleiknum. Þegar bæði liðin voru komin tilbaka færðum við okkur yfir í Laugardalinn. Picnic-karfan með smurðu samlokunum, svölunum og kökunum var dregin fram og við gæddum okkur á herlegheitunum á bekk nálægt hinu merka listaverki "Fyssu".

Eftir að hafa gefið fuglunum í Laugardalnum nóg að borða var haldið yfir í Salalaugina til að chilla svolítið í pottunum og gera sig fín fyrir kvöldið.

Nefndin bauð árshátíðargesti svo velkomna í hátíðarsalinn í Arnarsmáranum að sundi loknu. Við skoðuðum matseðil Vegamóta en þar er sko ótrúlega mikið girnilegt að finna. Halla, Assi, Hófí og Bára fóru svo og sóttu matinn (sem kom í frauðplastboxum í stórum svörtum ruslapoka...) og síðan var sest til borðs.

Eftir matinn spiluðum við heimagerða Sex and the City spilið, nefndin dró í happdrættinu þar sem allir unnu, ný nefnd var útnefnd og svo tók Assi við með lagaleikinn og svo spurningaleikinn Bamboozle. Halla sigraði lagaleikinn en Hófí spurningaleikinn. Þær fá báðar innilegar hamingjuóskir :)

Mjög skemmtileg árshátíð (þó ég segi sjálf frá ;) hehehe) og bara eins gott að ný nefnd sé þegar farin að hittast og skipuleggja, það er nú bara tæpt ár í næstu árshátíð ;)

The image “http://sigurros.betra.is/img/blogg/celebration.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum