26. september 2005  #
Dominos fær uppreisn æru
Mikið rosalega er ég fegin að Dominos skuli ekki lengur vera færeyskt apparat. Ég var alveg komin með upp í kok, og langt upp fyrir það, af hinum færeyska talsmanni Dominos. Vonandi eru þeir búnir að pakka honum niður í skúffu og taka hann aldrei upp aftur!

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
27. september 2005 16:09:22
Heyrðu...að ég tali nú ekki um þá nýju stefnu hjá Dominos að breyta megaviku í gígaviku (gíga er stærra en mega svo ætti það ekki að vera betra..?!) en hafa svo pizzurnar DÝRARI...!?
Þetta lagði Halla í belginn


Myndavélin öðlast nýtt líf
Fyrst að mamma er komin með nýja og flotta myndavél þá byrjar maður auðvitað að fussa og sveia yfir sinni myndavél ;) En þar sem fjárhagurinn leyfir manni nú ekki að kaupa nýja vél neitt á næstunni þá ákvað ég bara að læra enn betur á vélina mína.

Rakst á bæklinginn í gær og hellti mér í lestur. Uppgötvaði ýmislegt skemmtilegt og sniðugt. Fann t.d. hvernig ég ætti að stilla myndavélina þannig að ég geti þröngvað flassið fram, hvernig hægt er að taka röð mynda með því að halda niðri aðaltakkanum, hvernig hægt er að taka myndir og raða þeim saman í eina stóra panorama mynd o.fl. o.fl.

Já, það er víst ekki seinna vænna að fara að læra á myndavélina núna þegar maður er búinn að eiga hana í rúm 2 ár eða svo... ;)

Nú þarf ég að fara að skella mér í göngutúr og taka einhverjar skemmtilegar náttúrumyndir og æfa mig á nýju stillingunum.

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
26. september 2005 18:39:25
sniðugt
margt sniðugt hægt að gera með þessum tækjum, maður setur sig ekki alveg inn í þetta bara... hey ertu búin að sjá að bloggið mitt hefur vaknað af dvala sínum... hehe kannski tími til kominn.
Þetta lagði jóhanna í belginn
27. september 2005 14:47:18
Oh spurning hvort ég láti þig ekki bara lesa minn bækling líka og segja mér svo svona það helsta úr honum hihihi ;) Ótrúlegt en satt þá hef ég bara ekki þolinmæði í þennan lestur hehe
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum