1. janúar 2006  #
Vel heppnað gamlárskvöld!

Eitthvað er tæknin að stríða okkur... Er það ekki klassíska kommentið? ;) Mamma var að benda mér á að síðan kemur furðulega út í Internet Explorer (sem ég býst við að þið séuð flest að nota). Við notum hins vegar Mozilla Firefox og tókum því ekki eftir neinu. En sem sagt, vandamálið hefur nú uppgötvast og vefþrællinn var strax settur í málið ;) Svo að nú ætti allt að vera í lagi.

Gamlárskvöld var mjög vel heppnað. Áramótakjúllinn heppnaðist mjög vel, enda eldaður undir stjórn aðalhúsmóðurinnar. Skaupið var allt í lagi. Sumt fannst mér mjög lélegt, annað mjög fyndið og svo voru atriði sem lentu þar á milli. Þannig að á heildina litið jafnaðist það líklega út í "allt-í-lagi-skaup".

Sprengingarnar eftir skaupið og fram yfir miðnætti voru allsvakalegar og útsýnið héðan úr Arnarsmáranum sveik ekki. Við ræddum það fyrr um kvöldið hvort það fengi aldrei neinn prik í hausinn á þessu mikla flugeldakvöldi, einhvers staðar hlytu jú prikin að lenda. Og viti menn! Þegar sprengingarnar stóðu sem hæst datt plasttoppur af stórum flugeldi á handlegginn á mér. Veit ekki hvort hann féll beint niður úr himnum á mig eða hafði viðkomu á þakinu og rúllaði niður.

Við myndarlegu konurnar vorum auðvitað báðar með myndavélarnar meðan á sprenginum stóð og afraksturinn er að finna hér og þar.

Eftir miðnætti kíktum við yfir í Hófgerðið þar sem föðurfólkið mitt fagnaði komu nýja ársins með glaum og gleði. Næsti viðkomustaður var síðan í Hraunbænum hjá tengdamömmu þar sem okkur var vel tekið.

Já, vel heppnað kvöld! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Hamskipti um áramót

Kæru ættingjar, vinir, nærsveitarmenn og aðrir furðufuglar!

Um áramót er hefð fyrir því að strengja fögur fyrirheit í þeirri von að verða betri manneskja.

Ég, Sigurrós Jóna, hef sett mér nokkur markmið sem ég ætla ekki að upplýsa hér af ótta við að vera búin að brjóta þau um miðjan janúar eins og raunin vill oft verða.

Sigurrós.betra.is hefur einnig stigið skref í áttina að betra lífi. Vefurinn sviptir nú af sér gamla hamnum og klæðist nýjum skrúða. Lesendur kunna vonandi að meta nýju fötin og gestgjafi ykkar vonar að þau reynist efnismeiri en nýju fötin keisarans.

Litavalið á vefnum er nú í að nokkru leyti ykkar höndum, en þið getið valið á milli fimm lita eftir því í hvaða stuði þið eruð. Nýjasta færsla Naflaskoðunarinnar mun nú birtast á forsíðu vefsins ásamt tengli á nýjustu myndirnar í myndaalbúminu. Þar mun einnig birtast myndir af handahófi sem ef til vill munu vekja upp minningar hjá lesendum.

Stór hluti þess efnis sem var á gamla vefnum er einnig að finna á þeim nýja, en þó eru einhverjir dagskrárliðir sem hafa nú fengið hvíld. Nýir þættir líta í staðinn dagsins ljós.

Ég vona að vefurinn minn nýtist jafnvel og áður, og vonandi betur!

Ég þakka öllum þeim sem hafa nennt að lesa Naflaskoðunina á árinu 2005, sem og á liðnum árum. Vonandi haldið þið áfram að kíkja inn og lesa um hversdagsleg ævintýri mín. Og ekki vera feimin að kvitta fyrir í orðabelginn eða í gestabókina.

Bestu óskir um hamingjuríkt og farsælt nýtt ár! :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
1. janúar 2006 17:52:13
Til hamingju!
Elsku Sigurrós mín. Það er gaman að fá að vera fyrst til þess að óska þér til hamingju með nýja vefútlitið. Ég hlakka til að skoða það betur.
Takk fyrir yndisleg áramót með ykkur hjónum.
Kær kveðja,
Þetta lagði Mamma í belginn
2. janúar 2006 11:47:25
Til hamingju
Til hamingju með nýja lookið snúllan mín :D Þetta er rosa flott hjá þér :D Nú verð ég að fara að fá svona blogg ;o) ...alveg að komast í gírinn.
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum