27. janúar 2006  #
Þegar hryllingurinn læðist aftan að manni...

Hélt ég væri að fara að horfa á breska sakamálamynd í kvöld þegar ég settist niður fyrir framan Doctor Sleep. Hlakkaði til að sjá hinn fjallmyndarlega og sjarmerandi Goran Visnjic aðstoða lögregluna við að upplýsa sakamál.

Áttaði mig óþyrmilega á því eftir því sem leið á myndina að ég var ekki að horfa á sakamálamynd heldur hryllingsmynd. Og ég sem er hætt að horfa á hryllingsmyndir því ég verð alltaf svo hrædd og myrkfælin eftir á.

Og þessi hryllingsmynd hafði meira að segja hryllingsaugnatriði (sem ég horfði reyndar ekki á, en áttaði mig samt á hvað var í gangi...).

En frábær mynd samt sem áður.

Er bara fegin að vera ekki ein heima í kvöld... 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
28. janúar 2006 01:10:01
Úff, þessvegna sit ég nú við tölvuna þó klukkan sé að ganga tvö um nótt í stað þess að vera komin í rúmið. Þegar maður er einn heima þá er sko ekki sjens að maður fari bara beint í rúmið og sofni eftir svona svakalega mynd. En, þetta er að koma og ég fer nú svona hvað úr hverju að þora inn í rúm.
Þetta lagði Mamma í belginn
3. febrúar 2006 12:48:03
Hihihi þú og þín augu!! Var einmitt hugsað til þín um daginn þegar ég var að horfa á Bráðavaktina og augað POPPAÐI út úr einum ;) hehe
Þetta lagði Theó í belginn


Mozartdagur

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum sem stillt hefur á RÚV, að í dag eru 250 ár liðin síðan Mozart blessaður fæddist.

Við í Hlíðaskóla héldum auðvitað upp á daginn með pompi og prakt að frumkvæði Siggu tónmenntakennara. Ég mætti að sjálfsögðu í Dimmissio-dressinu og fékk kjólinn hennar Hófíar lánaðan handa Siggu.

Það þarf varla að taka það fram að við vöktum mikla lukku meðal nemenda og starfsfólks ;)

Krakkarnir máttu mæta með Mozart-kúlu í tilefni dagsins og heildsalan sem selur okkur kaffið bauð starfsfólkinu upp á Mozart-kúlur. Við Sigga tókum að okkur að dreifa kúlunum á kennarastofunni og stjórnuðum líka fjöldasöng við undirleik Jörundar. Vissuð þið ekki örugglega að Mozart samdi lagið við "Tumi fer á fætur"...? :)

Við Sigga kunnum svo vel við okkur í kjólunum að við myndum helst vilja klæðast þeim á hverjum degi í vinnuna. Taka kórstjórarnir sig ekki vel út? ;) 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
27. janúar 2006 21:14:40
Jú svo sannarlega takið þið ykkur vel út. Það er gaman að rifja upp minningarnar frá því þegar þú varst að dimittera í MR.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum