8. janúar 2006  #
Zzzzzzz.....

Ekki hefur mér nú tekist neitt sérstaklega vel að safna orku um helgina. Það ætlar að reynast langtímaverkefni að rétta sig af eftir óreglulegan svefn hátíðanna. Fór að sofa um miðnætti í gær strax eftir að ég kom heim af Caruso til að ná að vakna sæmilega snemma nú í morgun.

Vaknaði um tíuleytið og er búin að vera syfjuð í allan dag. Dreif mig meira að segja í göngutúr í slyddunni ásamt Sherlock Holmes til að hressa mig við en langaði helst upp í rúm að kúra þegar ég kom heim.

Jæja, kannski kemur orkan smátt og smátt þegar líður á vikuna. Vona ég :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


C-bekkurinn á Caruso

Gellurnar úr C-bekknum fóru út að borða á Caruso í gær. Við urðum að ákveða einhverja tvo rétti fyrirfram þar sem við vorum 15 og þeir ráða ekki við að svo margir panti sér frjálst af matseðli. En það heltust nokkrar úr lestinni og þar sem við urðum ekki nema 9 í mat á endanum þá máttum við panta það sem við vildum. Ég var mjög fegin, verð ég að segja, þar sem annar af völdu réttunum var með hvítlauk og hinn með gráðosti...

Caruso er annars ótrúlega huggulegur veitingastaður á nokkrum hæðum og skiptist í mörg kósí herbergi. Við fengum borð á efstu hæð þar sem við vorum eiginlega algjörlega út af fyrir okkur.

Eins og alltaf þá var virkilega gaman að hitta C-bekkjar skvísurnar og heyra hvað allar eru að bardúsa um þessar mundir. Það er komið eitt og hálft ár síðan við hittumst síðast og við ætlum sko ekki að láta svo langan tíma líða áður en við hittumst næst. Erum búnar að fastsetja 10. júní fyrir næsta hitting - en eigum bara eftir að ákveða hvernig hittingur það verður :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
9. janúar 2006 21:03:16
..
Takk fyrir síðast! Það var rosa gaman að hitta ykkur allar :) Strax farin að hlakka til júní ;)
Þetta lagði Eibí í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum