9. janúar 2006  #
Sherlock og Grissom

Hann má eiga það hann Quentin Tarantino að hann nær auðveldlega að láta mann fara á taugum og fyllast viðbjóði um leið. CSI-þættirnir tveir sem hann samdi og leikstýrði voru ótrúlega góðir.

Fyndið samt hvað þeir Grissom og Sherlock Holmes eiga margt sameiginlegt enda sá fyrrnefndi líklega byggður að einhverju leyti á hinum síðarnefnda. Báðir svona týpur sem geta lesið allan fjárann út úr minnstu smáatriðum.

Það er því við hæfi að CSI-serían hafi verið að klárast í dag, þar sem ég var einmitt að klára að hlusta á Sherlock Holmes safnið í gær. Er hálfsorgmædd yfir því að geta ekki heyrt um fleiri ævintýri þeirra félaga Watsons og Holmes en ekkert við því að gera. Vona bara að þessi lokaþáttur CSI hafi bara verið lokaþáttur seríunnar en ekki þáttanna almennt. Of mikið að kveðja tvo hjartfólgna spæjara samtímis.

 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
10. janúar 2006 12:05:46
Úffffff ég var alveg á taugum eftir CSI í gær! Svakalegir þættir, þessir tveir síðustu!
Þetta lagði Lena í belginn
10. janúar 2006 20:19:53
Alveg er ég sammála um CSI, ég var alveg að fara á taugum að horfa á þetta. Hauki fannst ég lifa mig einum of inn í atburðarrásina því ég gat varla setið kyrr fyrir spenningi og stóð öðru hvoru upp og sagðist ekki geta horft á meira.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum