30. október 2006  #
Er ekki stuð? :)

Félagslífið hjá undirritaðri blómstrar nú sem aldrei fyrr. Á föstudaginn var spilakvöld hjá Önnu Kristínu og Andreas og við Jói mættum þangað galvösk ásamt Stefu og Rúnari. Eftir matinn prófuðum við skvísurnar leirspilið Rapidough meðan piltarnir sátu í "koníakshorninu" og ræddu heimsmálin. Við náðum þeim svo loks að spilaborðinu og tókum parakeppni í Trivial Pursuit. Frábært kvöld, enda ekki við öðru að búast í svo góðum félagsskap.

Á laugardeginum var "surprise"-afmælisboð fyrir Lóu, föðursystur Jóa, en hún er sextug um þessar mundir. Fjölskylda hennar, sem er ansi fjölmenn, hafði leigt sal (þann sama og þau leigja vanalega fyrir jólaball fjölskyldunnar) og þar söfnuðust allir saman til að koma Lóu á óvart. Þetta tókst allt mjög vel og afmælisbarnið virtist mjög ánægt með veisluna.

Um kvöldið drógum við Jói upp grímubúningana, eins og ég greindi frá í gær, og fórum í Halloween-partý. Langur blundur um daginn var nóg til að við entumst fram yfir miðnætti og komum mjög sátt heim.

Í gær var svo stofnfundur nýs "saumaklúbbs" sem ætlar að hittast á ca. 2 mánaða fresti. Við ætlum sem sagt, nokkrar skvísur úr Laugarnes- og Laugalækjarskóla, að rifja upp og endurvekja gömul kynni. Reunionið sem við héldum í ágúst var svo skemmtilegt að við sáum að við bara verðum að hittast oftar. Við komumst reyndar ekki allar í gær en höfðum það virkilega kósí saman og hlökkum mikið til næsta hittings.

Kennó-saumaklúbburinn minn er síðan að hittast annað kvöld hjá Hildu og á miðvikudagskvöldið ætlar Klúbburinn og Assi að hittast á Vegamótum. Svo eru Henríetturnar eitthvað að velta fyrir sér að pota inn hittingi einhvern tímann í vikunni en ekkert ákveðið ennþá.

Það er sum sé nóg að gera og allt svo skemmtilegt að ég vil ekki missa af neinu. Fegurðarblundum verður því troðið inn í dagskrána alls staðar þar sem þeim verður komið við, en þið megið samt ekki skamma mig ef ég sofna ofan í súpuskál einhvers staðar ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum