3. nóvember 2006  #
Barnaboxið

Fyrr á árinu, á einhverju flakki um netið, rakst ég á auglýsingu um svokallað Barnabox, sem stendur tilvonandi eða nýbökuðum mæðrum til boða ókeypis. Boxið er í boði femin.is, barnaverslunarinnar Fífu og að ég held Glitnis.

Ég skráði mig á boxið um daginn og fór loks í dag til að sækja herlegheitin. Ég verð að viðurkenna að þetta var mun veglegra en ég bjóst við. Vissulega gerir ég mér grein fyrir að þetta er ákveðin auglýsingatækni, það er verið að reyna að veiða mig sem neytanda að ýmsum vörum - en það er samt voða gaman að fá svona ókeypis pakka frá verslun úti í bæ.

Í kassanum var að finna eftirtalda hluti:

 • Prufa af brjóstakremi
 • Tveir brjóstapúðar
 • Baðvatnshitamælir
 • Tvenns konar prufur af rassaklútum
 • 850 g pakki af Neutral þvottaefni
 • Tvær bleyjur
 • Prufa af Sterimar nefhreinsiblöðum
 • Snuð
 • Smekkur
 • Þvottastykki 
 • 5000 kr. inneign á framtíðarsparibók frá Glitni
 • Alls kyns bæklingar

Sem sagt, stærðarinnar kassi með alls kyns fíneríi. Vil bara benda ykkur hinum bumbulínunum á þetta, það er um að gera að nýta sér svona sniðugheit :) Þið finnið tengilinn á barnaboxið á forsíðu femin.is, ég ætlaði að tengja á þetta en náði því ekki, svo að ég vísa ykkur bara inn á síðuna og þar blasir þetta við.


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
3. nóvember 2006 18:18:10
Þuklkassi....
..og nú vantar bara þuklfötin....
Þetta lagði Rakel í belginn
3. nóvember 2006 19:17:03
Hehe, ég var einmitt að spá hvort ég ætti að blogga líka um þig, Rakel, og þuklfötin - datt þau einmitt í hug þegar ég var komin með kassann í hendurnar ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
3. nóvember 2006 19:48:20
Til lukku
Innilega til hamingju!!! Vona að allt gangi vel og meðgangan verði æðisleg upplifunn fyrir ykkur hjónakornin. :) :)
Þetta lagði Hulla í belginn
4. nóvember 2006 16:16:01
Jemminn... ekki vissi ég af þessu. Ætli ég sé ekki of sein að næla mér í svona fínerí???
Þetta lagði Helga Steinþ... í belginn
4. nóvember 2006 16:59:38
Örugglega ekki, prófaðu bara að skrá þig og þú færð pottþétt box :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
4. nóvember 2006 18:25:37
Úpps! Er annað á leiðinni hjá Helgu....!?
Þetta lagði Rakel í belginn
6. nóvember 2006 17:06:28
Hehe... nei ekki alveg!! En góður punktur samt. Ég er nú ekki algjör kanína Rakel mín:)
Þetta lagði Helga Steinþ.. í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum