3. desember 2006  #
Fyrsti sunnudagur í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu í dag. Ég býst við að flestir aðventukransaeigendur hafi kveikt á Spádómskertinu í dag, a.m.k. vona ég að Jóhanna, Elva, Halla, Lena og Theó hafi kveikt á kerti í flottu aðventukrönsunum sem þær föndruðu síðastliðið föstudagskvöld. Við Assi vorum reyndar ekkert í krönsunum og dútluðum okkur bara í pappírsföndri á meðan þær skvísur töfruðu fram hvern glæsikransinn á fætur öðrum.

Ég notaði daginn í að skreyta heimilið fyrir jólin. Jói náði fyrir mig í jólaskrautið neðan úr geymslunni (ég er soddan prinsessa þessa dagana að ég læt bera allt fyrir mig ;) hehe) og ég dundaði mér við það í dag að pota jólasveinum og snjókörlum hér og þar. Að sjálfsögðu með jólatónlistina í eyrunum! :) Skil reyndar ekkert hvað þau voru að kvarta yfir Jólahjólinu síðasta föstudagskvöld, í hvert skipti sem spilarinn minn kom að því lagi í dag komst ég í banastuð! :)

Það er ekki alveg allt tilbúið samt, ég á t.d. eftir að kaupa (eða finna hérna heima...) tvær 50 ljósa seríur fyrir herbergin - skil ekki alveg hvað hefur orðið af þeim frá því í fyrra... ætli þær hafi ekki bara verið orðnar ónýtar? Ætla að ná mér í ódýrar seríur í Rúmfatalagernum, vona bara að allir hinir hafi ekki verið á undan mér og séu búnir með marglitu seríurnar - alltaf frekar fúlt þegar það gerist...

Í gær vorum við í afmæliskaffi hjá tengdapabba. Tengdaforeldrar mínir eiga bæði afmæli sama dag , 29. nóvember, og oftast höfum við kíkt í tvö afmæliskaffi sama kvöldið. Núna hélt tengdamamma hins vegar upp á sitt um síðustu helgi með svaka veislu, því hún varð fimmtug þetta árið, en tengdapabbi var hins vegar með kaffiboð um miðjan daginn í gær.

Nú eru hins vegar ekki fleiri viðburðir framundan fyrr en jólahittingur D-bekkjarins 16. desember - jú, og líka videokvöld með henni Stefu minni einhvern tímann sem fyrst, en okkur hefur gengið eitthvað erfiðlega að finna laust kvöld þar sem undirrituð er búin að vera upptekin út í eitt undanfarið! Ef ég er að gleyma einhverju öðru sem ég á að mæta á nú á næstu vikum þá megið þið gjarnan minna mig á það :) 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum