13. febrúar 2006  #
Matarboð og föndurherbergi

Það gengur náttúrulega ekki að láta skamma sig fyrir bloggleysi svo að það er víst best að koma með smá pistil ;) hehe

Á laugardagskvöldið fórum við til Arnar og Regínu og hittum þar einnig Val og Helgu og barnaskara mikinn :) Við snæddum saman kjöt, grænmeti og osta eldað á raclette og steikarsteini. Mmmm, ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina :)

Að öðru leyti fór helgin að mestu í að græja nýja föndurherbergið mitt :) Við tókum svefnsófann úr gestaherberginu og ætlum að reyna að selja hann (vantar einhvern svefnsófa?;)) og ég fór í IKEA og keypti í staðinn ódýrt en veglegt skrifborð. Gestaherbergið heitir því núna föndurherbergið - enda komu aldrei neinir gestir til að gista í því hvort eð er ;) Nú get ég því málað, teiknað, skorið, klippt og límt án þess að þurfa að dreifa úr mér út um alla íbúð. Hef reyndar ekki haft tíma til að vígja herbergið ennþá, en labba öðru hvoru framhjá og dáist að því hvað allt er enn snyrtilegt og fínt þar inni. Ég segi "enn" því ég þekki nú sjálfa mig og mína hæfni (eða á ég að segja vanhæfni?) til að halda skrifborðum skipulögðum ;)

Tengdi líka gömlu fermingargræjunar hans Jóa við hátalara. Þær hafa staðið inni í gestaherberginu í meira en ár en aldrei verið tengdar. Nú ætla ég hins vegar að henda gömlu fermingargræjunum mínum sem eru með ónýtu kassettutæki, eru fyrirferðarmiklar og gera ekki annað en að spila geisladiska og útvarpið. Í staðinn get ég notað hátalarana frá þeim fyrir Jóa græjur, sem vissulega eru eldri en mínar, en hafa þó þann yndislega kost að geta spilað gamaldags plötur og ég á þó nokkrar gamlar plötur sem mér þykir vænt um og finnst gaman að hlusta á.

Þeir sem eiga gamlar plötur en engan plötuspilara eru velkomnir í heimsókn til að hlusta á plötur. Boðinu fylgir hins vegar það skilyrði að viðkomandi verður að föndra meðan hann hlustar, enda er plötuspilarinn inni í föndurherberginu ;) 


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
13. febrúar 2006 23:44:49
Ekki henda.
Já, þetta segir bara mamma sem alltaf segir "ekki henda". Tækið mitt sem ég er með í holinu spilar nefnilega ekki lengur diska svo það væri kannski sniðugt að henda því og fá þitt gamla í staðinn. Hátalara hef ég.
Gaman að skoða myndirnar. Fín myndin af Jóa.
Kær kveðja og knús
Þetta lagði Mamma í belginn
13. febrúar 2006 23:50:39
Held þú sért búin að gleyma hvað þær eru fyrirferðarmiklar...en...ég skal ekki henda þeim fyrr en þú ert búin að skoða :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
14. febrúar 2006 11:41:30
Safnarinn
HAhahahha... já ég er líka "ekki henda" týpan en er að læra að það er til Góði Hirðirinn. Þangað getur maður farið með hluti og losnað við þá án þess að "henda" þeim og þeir meira að segja gætu fengið nýtt hlutverk heima hjá öðrum. Þetta finnst mér brillíant! En mér líst annars vel á að koma og föndra og hlusta á plöturnar þínar. Við erum einmitt með gömlu fermingargræjurnar mínar og ofan á þeim plötuspilarinn af fermingargræjunum hennar Sigrúnar systur. Þannig að hér er líka hægt að hlusta á vínyl ;o) En hvað gæti ég föndrað???
Þetta lagði Stefa í belginn
14. febrúar 2006 19:36:00
En gaman! Er strax orðin spennt að eiga von á félagsskap í föndrið! :) Við gætum málað eða búið til kort? Allt hægt! :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
15. febrúar 2006 21:42:44
safnarar...
Skrýtið hvað þú þekkir marga sem tíma ekki að henda....auðvitað er ég ein af þeim eins og þú hefur komist af. Ég á stóran kassa af plötum sem ég gæti dregið með mér í næstu heimsókn.....við gætum dansað við Queen.....uhhm og....ég þarf að fara að kíkja á þennan kassa!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
15. febrúar 2006 21:44:01
yfirlestur
Á maður ekki alltaf að lesa yfir svona innlegg í belgi...svo maður komist "af"......
Þetta lagði Rakel í belginn
15. febrúar 2006 21:55:07
Já, ég vona nú að þú komist af, Rakel mín ;) En þú ert sko meira en lítið velkomin í heimsókn til að hlusta á Queen! :) Var einmitt að hlusta á eina Queen-plötu og föndra nokkur kort áður en Bráðavaktin byrjaði.
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum