15. febrúar 2006  #
Paprikan

Þessa dagana hrjáir mig væg heyrnarskerðing. Ástæðan er minn aldagamli vinur kvefið sem hefur fyllt höfuð mitt og dempar heyrnina um nokkur desibil. Miðvikudagur er einmitt "pestardagur" hjá okkur 3. bekkjar-þríburunum sem þýðir að við náum sæti á langborðinu á kennarastofunni - og ég þurfti að hafa mig alla við til að geta fylgt samræðunum.

Á mánudagskvöldið var Jói svo að horfa á ensku mörkin og ég settist aðeins hjá honum. Allt í einu tilkynnti þulurinn að paprika hefði skorað mark fyrir Arsenal. Ég varð auðvitað svolítið hissa því það er ekki oft sem grænmeti tekur þátt í enska boltanum. Jói reyndi að telja mér trú um að þulurinn hefði sagt Fabregas en ég er samt ekki alveg sannfærð... ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
17. febrúar 2006 17:37:01
Ég kem einmitt aðeins inn á grænmeti í pistlinum mínum í dag - og tölvur líka, ha,ha.
Þetta lagði Mamma í belginn
18. febrúar 2006 17:44:18
HAhahah... mér finnst Paprika hljóma miklu nær lagi - hahahha - alveg snilld!

Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum