28. febrúar 2006  #
Póstkerfið í lamasessi

Betra.is-pósturinn tók upp á því í gær að vera með alvarlega dynti. Við sem höfum betra.is-netföng getum ekki tekið á móti neinum pósti, en getum reyndar sent póst. Allur póstur sem barst á okkur í gær virðist hafa glatast og ég vona að það hafi ekki valdið alvarlegum skaða hjá heinum.

Vandamálið er í vinnslu og vonandi kemst þetta í lag sem fyrst enda er maður líkt og aðrir orðinn ansi háður blessuðum póstinum.

Þeir sem þurfa að senda mér póst geta sent mér hann á Hlíðaskólapóstinn og svo bara vona ég að enginn hafi verið að senda mér neitt merkilegt í gær...

Svo verður maður bara að taka Pollýönnu-taktana á þetta en þessu fylgir auðvitað sá skemmtilegi kostur að við getum heldur ekki tekið á móti ruslpósti ;)

 

Uppfært kl. 10:30: Þetta virðist vera komið í lag - nú bara helst þetta vonandi í lagi :) Allur póstur frá því í gær er hins vegar horfinn...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Vetrarfrí

Undirrituð er búin að hafa það ósköp huggulegt í vetrarfríinu :) Tveggja daga vetrarfrí (sem liggur reyndar upp að helgi) er svo sem ekki mikið og ég væri alveg til í að byrja frekar seinna á haustin - en verð þó að viðurkenna að þegar kemur að vetrarfríi, þá finnur maður alveg hvað maður þarf í rauninni á því að halda að slappa af í nokkra daga og endurhlaða batteríin.

Á föstudeginum sóttu mamma og Guðbjörg mig eftir vinnu og við fórum saman í Rúmfatalagerinn og í Smáralind. Það var ótrúlega gaman að sniglast saman mæðgurnar þrjár og við notuðum tækifærið til að ræða heilmikið saman, enda margt sem þarf að ræða. Guðbjörg er komin með afar væna og fallega kúlu og allir auðvitað orðnir spenntir að fá bumbubúann í heiminn þegar líða tekur á marsmánuð.

Á laugardeginum fórum við Anna Kristín og Stefa í sumarbústaðarferð í bústað foreldra Önnu. Það var sko ekki leiðinlegt! :) Við átum, kjöftuðum, drukkum, átum, spiluðum, átum og bara höfðum það ósköp huggulegt :) Svakalega er nú ljúft að komast svona aðeins upp í sveit í smá kósí stemningu.

Í gær ætlaði ég að setjast við tölvuna og vera dugleg að skrifa. Hins vegar átti ég í smá erfiðleikum með að finna tölvuna undir drasli á skrifborðinu og þurfti raunar sveðju til að brjóta mér leið í gegnum tölvuherbergið. Það var sum sé kominn tími á tiltekt. Svo að ég tók tölvuherbergið algjörlega í gegn - tók til á báðum skrifborðunum, þurrkaði af öllu sem ég sá, ryksugaði og skúraði herbergið sem nú glansar eins og vænsti herramannsskalli. Jói hélt hann væri að villast þegar hann kom heim ;)

Í dag er því ekkert sem truflar mig frá því að setjast við skriftir - nema kannski almenn leti... ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum