4. febrúar 2006  #
Styðjum rétt samkynhneigðra!

Ég hvet ykkur til að skrifa undir eftirfarandi áskorun. Þið getið skrifað undir á þessari síðu.

 

Við undirrituð skorum á alla alþingismenn að styðja jafnrétti samkynneigðra í verki og samþykkja bæði stjórnarfrumvarp um réttarbætur og breytingartillögu sem veitir forstöðumönnum safnaða  heimild til vígslu samkynhneigðra para. Um leið mótmælum við afskiptum  biskups af málinu enda óviðunandi að hans afskipti takmarki rétt annara trúfélaga. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við styðjum rétt samkynhneigðra til fjölskyldulífs og þar með hjónavígslu og heitum á þingmenn að standa með jafnréttinu og gegn misrétti.Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Frekar fúlt! :(

Æðri máttarvöld fréttu að ég ætlaði í sumarbústaðarferð um helgina með Klúbbnum. Einhverra hluta vegna leist þeim miður vel á hugmyndina og grófu upp ámótlegan flensuvott og sendu mér í hraðpósti. Ég var frá vinnu á miðvikudag og fimmtudag með hita en mætti í gær. Hvíldi mig svo í gærkvöld og ætlaði með Hófí og Elvu í dag í bústaðinn þar sem Lena, Theó og Assi bíða. En Hófí og Elva verða víst að keyra án mín í bústaðinn þar sem ég er ennþá slöpp og með smá hita.

Frekar fúlt! :(


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum