2. mars 2006  #
Af hverju hollenska?

Hún Linda spurði mig eftir síðustu færslu af hverju við Jói værum að læra hollensku og ég viðurkenni að flestum finnst það hljóma svolítið furðulega. Ég byrjaði á svarkommenti til hennar en sá svo að svarið yrði svo langt að það væri kannski betra að tileinka því heila færslu í staðinn ;)

Þannig er mál með vexti að frá árinu 1998 hef ég skrifast á við hollenska stúlku sem ég kynntist í gegnum pennavinaklúbb. Bréfin frá henni urðu mjög fljótt tilefni mikillar gleði þegar ég fann þau fyrir innan bréfalúguna enda er hún Jolanda mín alveg hreint yndisleg! Við segjum stundum að við séum örugglega klónar hvor af annarri, við erum nefnilega svo ótrúlega líkar hvor annarri í háttum að mörgu leyti.

Við hittumst í fyrsta sinn árið 1999 þegar ég var að koma heim frá Frakklandi eftir tæplega ársdvöl sem au pair. Ég átti opinn miða heim og ákvað að nota tækifærið og koma við í Hollandi og heimsækja vinkonu mína. Ég dvaldi hjá henni og fjölskyldu hennar í 4 daga og við náðum svo vel saman að það var eins og við hefðum alltaf þekkst.

Sumarið 2004 kom hún ásamt kærasta sínum í tveggja vikna heimsókn til Íslands. Við Jói sýndum þeim Þingvelli, Bláa Lónið, Suðurlandsundirlendið, hvali, Laugaveginn og ótalmargt fleira. Jeroen, kærasti Jolöndu, bað hennar svo uppi við jökul í Skaftafelli.

Síðastliðið sumar buðu þau okkur í brúðkaupið sitt og við þáðum það auðvitað með þökkum og brugðum okkur til Hollands til að vera með þeim á þessari stóru stund í lífi þeirra.

Okkur Jóa fannst áhugavert að heyra þau tala hollenskuna og skemmtum okkur konunglega við að reyna að skilja hvað þau voru að segja. Málið er nefnilega að það er margt í hollenskunni sem hægt er að skilja ef maður þekkir til dönsku, þýsku, ensku og já...íslensku ;) Svo að okkur datt í hug, því ekki bara að skella okkur á hollenskunámskeið og ná þessu almennilega! Ég er ekki búin að segja Jolöndu frá þessu uppátæki okkar og mig langar svakalega til að við getum komið þeim á óvart næst þegar við hittumst - við erum jú alveg harðákveðin í að hitta þau hjónakornin aftur og vonandi bara sem fyrst.

Og þannig var nú það :)

 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
2. mars 2006 23:48:11
Mikið var gaman að skoða aftur myndirnar úr heimsókninni þeirra Jolöndu og Jeroen.Það var svo gaman að hitta þau. Skipulagningin hjá þér var líka svo frábær að ég ætti að fá þig til að hjálpa mér að skipuleggja heimsókn Angelu og Alicks í ágúst.
Þetta lagði Ragna í belginn
3. mars 2006 02:25:33
Váá..
Það er aldeilis..
og ég sem þurfti að ganga eld, brennistein á skautum til að fá eiginmanninn til að kaupa kennsludisk í íslensku..
Þetta er meiriháttar framtak.. líst vel á þetta hjá ykkur.

Það eru ótrúlega margir útlendingar sem ruglast á hollensku og íslensku þegar þeir heyra hana talaða.. hún er svo hörð eins og okkar ylhýra..

P.s.
hann keypti íslensku diskinn og fékk hann fyrir nokkrum dögum.. hann situr nú í þessum töluðu/skrifuðu með headphone á höfðinu og spyr hvort ég heiti Krista og komi frá Þýskalandi..
thíhíhí..
æjj.. það er bannað að gera grín..
Þetta lagði Linda í belginn


Að tala tungum

Það er nóg að gera í tungumálanáminu um þessar mundir. Á mánudögum spreytum við Jói okkur á hollenskunni hjá málaskólanum Mími. Á fimmtudögum er það svo táknmálsnámskeiðið í Hlíðaskóla. Í dag vorum við að æfa okkur á próformunum sem mér finnst einmitt mjög spennandi.

Svo komst ég nú reyndar að því í gær að ég er ekki að læra öll réttu tungumálin - hefði víst átt að velja líka pólskuna hjá Mími... ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
2. mars 2006 22:32:23
Sæl vertu Sigurrós mín..
Kann ekki við annað en að skilja eftir smá kveðju eftir að hafa litið inn..
Annað væri dónaskapur af verstu sort..

Af hverju hollenska??


Þetta lagði Linda í belginn
2. mars 2006 22:38:40
Gleymdi algerlega að kynna mig.. Ég heiti Linda og við mamma þín skiptumst stundum á kommentum..

Bestu kveðjur
Þetta lagði Linda í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum