26. mars 2006  #
Litli frændi Magnússon

Þá er litli frændi mættur í heiminn :)

Hér fyrir neðan má sjá kútinn, aðeins rúmlega klukkutíma gamlan. Er maður ekki svakalega myndarlegur? :)

Við Jói drifum okkur auðvitað á Selfoss til að líta hann augum og óska foreldrum, systkinum og ömmu til hamingju. Sælan er að sjálfsögðu mikil og öllum heilsast vel :)

Fleiri myndir má sjá í albúminu mínu og hjá mömmu.

Viðbót:
Nánari lýsing á biðinni eftir kútnum er í blogginu hennar mömmu í dag. 


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
26. mars 2006 21:34:08
Guð hvað hann er fallegur, TIL HAMINGJU :):):) Og Guðbjörg lítur út fyrir að hafa ekkert haft fyrir þessu!!!!
Þetta lagði Jóhanna í belginn
26. mars 2006 21:40:24
Já, hún lítur sko ekki út fyrir að hafa þurft að bíða rúmlega tvo sólarhringa eftir að vatnið fór. Það er nefnilega bara ein ljósmóðir og ein fæðingarstofa á Selfossi og það var bara svo mikið að gera að það hafði eiginlega enginn tíma til að koma henni af stað og taka á móti barninu... Systir mín er sko hetja! :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
26. mars 2006 21:40:32
Til hamingju með nýja frændann...sem lítur út fyrir að hafa horft á heiminn miklu lengur en í einn klukkutíma, a.m.k. á þessari mynd!!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
27. mars 2006 09:56:22
Innilega til hamingju með litla frænda- algjör snúlli:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
28. mars 2006 17:07:15
Sjarmatröll
Innilega til hamingju með litla frænda. Ég get ekki orða bundist, þetta er algjört sjarmatröll, og hvernig drengurinn horfir fram fyrir sig klukkutíma gamall, alveg ótrúlegt. Eins og hann sé að hugsa, "hvaða stress var þetta í öllum, ég ætlaði bara að koma í dag".
Þetta lagði Þórunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum