4. mars 2006  #
Öskubuska á balli

Stórglæsileg árshátíð Hlíðaskóla fór fram í gær í safnaðarheimili Háteigskirkju. Mætingin var mjög góð og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega rétt eins og ég gerði. Maturinn var góður, fólkið frábært og skemmtiatriðin stórfyndin. Ég á eftir að lifa á þessu lengi!

Í dag sváfum við svo fram eftir og ég er búin að slæpast um á náttfötunum langt fram eftir degi, borða pizzu og popp og horfa á stelpuvideo. Ekki leiðinlegt ;)

Ég komst reyndar að því í gær, þegar ég ætlaði að smeygja mér í spariskóna og leggja af stað á ballið að spariskórnir mínir eru formlega ónýtir. Ég ætlaði að fara að þurrka af þeim þegar ég komst að því að framhlutinn á öðrum þeirra er rifinn og leðrið undir tánni lyftist upp þannig að það sést í brúnt fóðrið. Að sjálfsögðu reyndi ég bara að líma þetta niður með tvöföldu límbandi en það virkaði takmarkað. Svo sá ég að það var ekki bara þetta, þeir voru allir hálftrosnaðir og ljótir. Svo stóð eitthvað hvasst stykki upp úr og stakkst í ilina og virtist ákaflega líklegt til að rífa sokkabuxurnar áður en ég kæmist á ballið.

Og þetta eru nýju spariskórnir mínir! Ég fékk mér þá þegar ég útskrifaðist úr Kennó vorið 2003 svo að ég er bara búin að nota þá í tæp þrjú ár og nú eru þeir ónýtir! Algjör skandall ;)

Sem betur fer náði ég að redda mér í gær og fór bara í hvítu brúðarskóna. Það þýddi reyndar að ég þurfti að fara úr dökkum kjólnum sem ég hafði valið og svörtu sokkabuxunum og skipta yfir í ljósari klæðnað. Það var svo sem allt í lagi - það er nóg af litríkum og ljósum fötum í fataskápnum mínum ;)

Nú stend ég hins vegar frammi fyrir því leiðinlega vandamáli að þurfa að fara í skóleiðangur til að leita mér að nýjum spariskóm! Get sko vel sagt ykkur að það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri! Kannski get ég farið í búðina sem ég keypti hina skóna í og gáð hvort það er ennþá til eins skór - þeir voru svo þægilegir og góðir :)


Leggja orð í belg
8 hafa lagt orð í belg
4. mars 2006 17:00:32
Skórnir
Hæhæ,

hvað meinarðu með því að þér þyki EKKI SKEMMTILEGT að versla þér skó??? Ég skal sko glöð koma með þér í þann leiðangur mín kæra því skór eru algjörlega það yndislegasta í efnisheiminum - maður notar nefnilega alltaf sömu skóstærð sama hvað kílófjöldinn eykst ;o)

*Knús*
Stefa

P.S.
Er ekkert að fíflast með þetta - ég er kjörin í skóleiðangur með þér!
Þetta lagði Stefa í belginn
4. mars 2006 17:22:46
Takk fyrir það! :) Þá verður skóleiðangurinn skemmtilegur! :) Ég hef samband við þig þegar ég legg í þrekraunina - en ég vara þig við, ég er frekar erfið í skókaupum ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
4. mars 2006 18:55:46
Skókaup.
Mikið er ég fegin að Stefa tekur við því hlutverki að reka þig í skókaup.

Gangi þér vel Stefa mín. Sigurrós segir satt, hun er ekki sú auðveldasta í skókaupunum.:)
Þetta lagði Ragna í belginn
4. mars 2006 20:40:31
Myndasúpa
hei vá, fínar myndir hjá þér stelpa, ansi ert þú afkastamikil...
Þetta lagði Marta Smarta í belginn
5. mars 2006 11:00:21
Ekki málið - við Sigurrós kunnum ágætlega hvor á aðra og skókaup ættu ekki að verða mikið vandamál. Þú mátt alveg reyna að vera erfið - ég gefst ekki upp fyrr en við höfum þrætt allar skóbúðir í bænum og nærsveitafélögum okkar! Svo verður maður líka að finna skó sem eru bæði flottir OG praktískir OG þægilegir. Þetta er spennandi verkeffni sem ég hlakka mikið til að takast á við :D

*Knús*
Stefa skóbrjálæðingur
Þetta lagði Stefa í belginn
5. mars 2006 11:08:57
Já, ég held að þetta hljóti að takast. Við erum nú alveg þekktar fyrir það að þræða sveitirnar í kring þangað til við finnum vörurnar sem okkur vantar ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
5. mars 2006 16:16:36
skór
Hvaða hvaða sigurrós, ekki gaman að kaupa skó... það er með því skemmtilegra sem ég geri, skoða skó... máta skó... og kaupa þá ó mæ god fátt betra :):):)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
7. mars 2006 16:46:49
Ég bara skil ekki hvernig í ósköpunum þér getur þótt leiðinlegt að versla skó - það er fátt skemmtilegra;) Ástæður:
1. Sama þótt maginn hafi stækkað ásamt rassinum er maður enn í sama skónúmeri!!
2. sjá að ofan
3. það er til endalaust að flottum skóm

t.d. um daginn á útsölum keypti ég 4 skópör á samtals 5500 kr... ekki slæmt!!

Þetta lagði Ingunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum