15. apríl 2006  #
Bingó smingó :(

Ég hef lengi ætlað að prófa þessa uppskrift að bingókúlum. Ég er hætt að borða nammi og fannst tilvalið að búa bara til mínar eigin "hollu" bingókúlur.

Keypti allt sem til þurfti hjá DDV á Garðatorgi og tók mig loks til í dag og hafðist handa við framleiðsluna.

Til að gera langa sögu stutta þá var útkoman hræðilega misheppnuð og ég var rétt í þessu að henda öllu heila klabbinu í ruslið (sem betur fer bjó ég ekki til neitt alltof mikið). Það fór greinilega aðeins of mikið af vatni í þetta hjá mér því þetta er alltof lint, blöndunin hefur farið forgörðum því það eru dularfullir kekkir í massavís og bragðið er mjög dularfullt.

Ég veit að þetta er bara merki um að ég hafi gert þetta eitthvað vitlaust því þetta er víst mjög gott og ég veit t.d. að hún Elva hefur gert þetta með góðum árangri. Ég er ansi hrædd um að ég verði að fá hana til að gefa mér smá sýnikennslu ef ég á að þora að prófa aftur.

Sem sagt, engar bingókúlur í kvöld... :( 


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
15. apríl 2006 23:59:15
Salmíak ???
Það er ekkert talað um hversu mikið af Salmíaki á að vera í þessu. Ég hélt nú að Salmíak væri banvænt til neyslu en alla vega myndi ég vilja vita magnið áður en maður þyrði að prufa þessa uppskrift.
Sjáumst á morgun,
Þetta lagði Mamma í belginn
16. apríl 2006 00:01:49
Ja, ég fékk reyndar ekki salmíakið í búðinni svo að það var ekki það sem klúðraði öllu...
Hins vegar stendur einmitt ekki nákvæmlega hversu mikið vatn þarf, eða hversu mikið sætuefni.
Þetta lagði Sigurrós í belginn
16. apríl 2006 16:34:53
Úúú, þetta virkar girnilegt. Ég verð að prófa svona. Er þetta einhver búð á Garðatorgi sem hægt er að kaupa þetta í?
Þetta lagði Sunna í belginn
16. apríl 2006 21:30:29
DDV-samtökin (danski kúrinn) selja alls kyns bragðefni til að nota í ýmislegt sniðugt. Þau eru með aðsetur á Garðatorgi. Ég ætla sko að prófa aftur með þessar bingókúlur, en fyrst ætla ég að fá sýnikennslu hjá Elvu ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


Harðsperrur dauðans

Við Lena hjálpuðum Jóhönnu að flytja úr 4. hæð í Álftamýrinni á 3. hæð í Furugrund á skírdag.

Fyndið, það virðast allir vera að flytja í Furugrund um þessar mundir :)

Það er alltaf gaman að fá að hjálpa til þegar einhver er að flytja í nýtt heimili, koma og bera nokkra kassa, pinkla og einstaka húsgögn.

Það er hins vegar augljóst að ég er ekki í nokkurri æfingu því ég er enn með harðsperrur dauðans í kálfunum, nú á laugardegi. Ég haltraði um íbúðina og hélt ég dræpist þegar ég fór upp og niður stigann hérna heima og hjá Stefu.

Ætli þetta sé ekki merki um að maður þurfi að drífa sig í líkamsræktina...? :S 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
15. apríl 2006 13:53:13
Ekki spurning Sigurrós mín.
Þetta lagði Mamma í belginn


Í mömmó

Okkur Jóa var boðið að koma í "mömmó" í gær. Stefa og Rúnar voru að fara í þrítugsafmæli og báðu okkur um að passa litla herramanninn, hann Markús Martein.

Pilturinn var hins vegar sofnaður þegar við komum og rumskaði ekki svo að það var svo sem ekki mikið erfiði lagt á barnapíurnar.

Þannig að við notuðum bara kvöldið í að spila Buzz í LazyBoy-sófanum.

Það þurfti að reka okkur heim með valdi ;) hehe 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
20. apríl 2006 16:23:56
Þó seint sé...
...þá er ykkur velkomið að heimsækja okkur og spila Buzz eins oft og þið viljið :D Bara enn skemmtilegra að vera 4 að spila!!

Takk fyrir pössunina :D
Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
20. apríl 2006 21:02:36
Þakka boðið, Stefa mín ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum