17. apríl 2006  #
Iceland Express enn að klúðra

Ég skil þessa farþega mjöööög vel. Þetta er nákvæmlega það sama og við Jói lentum í síðastliðinn ágúst, nema hvað að við biðum reyndar "aðeins" í 7 tíma en ekki 8 úti á flugvelli. Ég ætlaði alltaf að koma með langa færslu um málið en var bara svo reið og pirruð á þessu öllu saman á sínum tíma að ég geymdi það lítið eitt.

Málið var sem sagt að umrædd seinkun og algjörlega ófullnægjandi upplýsingar kostuðu okkur u.þ.b. 40 þúsund krónur.

Ég fékk sömu upplýsingar og þessir farþegar, þ.e.a.s. að Iceland Express sé ekki ábyrgt fyrir einu eða neinu, en vildi reyndar ekki gefast upp við það svo að málið er núna hjá Neytendasamtökunum.

Ég lofa að koma með almennilega færslu um þetta síðar, a.m.k. þegar Neytendasamtökin eru búin að klára að kanna þetta fyrir mig.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
17. apríl 2006 20:34:50
Mér varð einmitt hugsað til ykkar þegar ég heyrði þessa frétt. Óþolandi að fyrirtæki geti fríað sig svona við skaðabótaskyldu. Ég á ekki von á því að eiga eftir að skipta við þetta fyrirtæki nokkurn tímann.
Þetta lagði Mamma í belginn
18. apríl 2006 19:35:50
Ohhhhhh já..kom einmitt fyrir okkur í sumar að við misstum af tengiflugi v/seinkunar hjá Express. Óþolandi alveg þar sem þeir auglýsa flugferðir með áherslu á áframhaldandi tengiflug!!
Þetta lagði Halla í belginn


Gleðilega páska

Mamma bauð afkomendum og fylgifiskum í páskamat í gær. Ljúffengt Grand Orange lamb með öllu tilheyrandi. Mmmm :)

Afar ánægjuleg samverustund sem við áttum öll saman, nema kannski fyrir Ragnar Fannberg, sem var örugglega eitthvað illt í maganum og kvartaði sáran. Karlotta og Oddur Vilberg voru hins vegar í stuði og sýndu okkur sniðuga upptöku af dularfullum galdrakúnstum sínum. Við Jói komum heim södd og sæl.

Við þökkum kærlega fyrir okkur! :) 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum