8. apríl 2006  #
Gróðurgenið...

Ég er hrædd um að það hafi eitthvað misfarist að "installera" í mig gróðurgeninu frá henni móður minni. Ég hef hingað til ekki átt mörg blóm, en náð á undrafljótan hátt að drepa þau fáu blóm sem í mína umsjá hafa komið. Gleymi yfirleitt að vökva þau vikum saman...

Nú er ég hins vegar að reyna að taka mig á. Theó og Lena gáfu mér undurfagra orkideu þegar þær komu í Eurovision-hittinginn til mín í febrúar. Ég var staðráðin í að halda lífi í blóminu og kála því ekki med det samme.

Þannig að ég læt gemsann minn pípa á mig á hverjum sunnudegi kl. 17 til að minna mig á vikulega vökvun blómsins.

Ekki sniðugt? :)

Orkidean er alla vega enn á lífi og blómstrar vel!


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
9. apríl 2006 16:24:59
Já þetta með gróðurgenin...
...ég kannast við þetta. Við Rúnar erum þess vegna ekki með neinar plöntur inni hjá okkur. Þá drepast þær ekki ;o) En mig dauðlangar að koma matjurtagarðinum okkar í stand hérna fyrir utan og rækta gulrætur og kartöflur. Lagði inn ósk hjá mömmu um daginn að hún og/eða pabbi myndu koma til mín og kenna mér "fræðin" svo ég geti farið að njóta eigin afurða ef svo má að orði komast ;o)

Við stofnum kannski bara gróðurhús saman í Hveragerðinni við tækifæri ...hljótum að geta allt eins og hver annar!

Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum