1. maí 2006  #
Gestabókin komin í lag

Rakel benti mér á það um daginn að gestabókin mín væri eitthvað biluð. Það vistuðust engar færslur sem skráðar voru í hana.

Og ég sem hélt bara að enginn hefði viljað tjá sig neitt þar síðan í desember...

En Jói er búinn að kippa þessu í lag svo að nú geta allir sem vilja stokkið til og skrifað í gestabókina ;) Go go go go!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Kinnholubólga - jei!

Jæja, hitinn virðist vera á undanhaldi en kvefið er búið að koma sér þægilega fyrir. Ég fann að mín gamla vinkona, kinnholubólgan, var mætt á svæðið og þá er víst fátt annað til ráða en að ná sér í eitthvað sterkara en panodil. Dreif mig á Læknavaktina í morgun. Var mjög fegin að koma áður en háannatíminn um hádegið skall á - ég þurfti bara að bíða í rúmar 45 mínútur ;) Sem betur fer var samt lítið að gera í apótekinu svo að ég var ekkert lengi að fá fúkkalyfin mín og drífa mig heim.

Segir sig nokkuð sjálft að ég dreif mig ekki í kröfugöngu. Ekki að það sé líklegt að ég hefði farið þó kinnholurnar væru í lagi.... ;)

Fleira "skemmtilegt" er ekki í gangi hjá yours truly, svo að Stefa mín og fleiri dyggir aðdáendur verða bara að bíða aðeins lengur eftir almennilegu bloggi :) En, partý framundan um næstu helgi svo að þá kemur örugglega færsla og nýjar myndir!

Uppfært kl. 18:30: Jú jú, var það ekki...? Hitinn var auðvitað ekkert farinn - lá bara í leyni og stökk svo fram með látum seinni partinn. Held það sé brjálað partý í gangi í hausnum á mér - verst að mér skuli ekki hafa verið boðið...


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
1. maí 2006 22:57:39
Verst að táknmálsnámskeiðin séu búin. Annars hefðirðu getað byrjað að borða sælgæti aftur!!! Þetta er ekkert að virka!!..(lókal)
Góðan bata! Sjáumst vonandi á morgun!
Þetta lagði Rakel í belginn
1. maí 2006 23:15:13
Nákvæmlega! Maður hættir að borða nammi til að kippa heilsunni í lag og þetta virkar bara ekki neitt! Iss! Þó táknmálsnámskeiðin séu búin þá bara finnum við okkur eitthvað annað tilefni og ég helli mér í sukkið með ykkur Helgu ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum