17. maí 2006  #
Hæ hó

Var að fatta að ég hef ekkert tjáð mig hér síðan 6. maí. Hafið þið saknað mín? ;) Töfin er auðvitað öll bévítans veikindunum að kenna auk þess sem álagið uppi í skóla hefur verið í hærri kantinum. Eða ætti ég kannski að bera við "dómgreindarleysi" eins og pólitíkusarnir...?

Ég er risin úr rekkju og nokkurn veginn hætt að vera veik. Er enn með heiftarlegan astma og liggur við köfnun með reglulegu millibili en er þó ekki rúmliggjandi ;) Er búin að gera ýmislegt skemmtilegt undanfarið og ætlaði að blogga svo mikið um það að það endaði með því að ég blogga ekki neitt...! Fór í grillpartý til Theó síðasta fimmtudag, á Selfoss um síðustu helgi, í "saumaklúbb" hjá Önnu síðasta sunnudag og allt var þetta hvert öðru skemmtilegra.

Í kvöld var svo málsverður uppi í skóla fyrir Comeniusar-gestina okkar. Rosalega góður silungur og svo alls kyns góðgæti sem Comeniusar-fólkið kom með, þar á meðal valmúabrauð og reyktur ostur.

Á morgun er svo Eurovision-forkeppnin og hluti Klúbbsins ætlar að hittast hjá mér til að sjá Silvíu Nótt slá í gegn... ;)

Nú skal ég svo reyna að láta stress og veikindi ekki aftra mér frá því að blogga. 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
18. maí 2006 00:16:53
Ég hefði átt að gera það strax í bernsku þinni að láta klóna þig því á svona álagstímum hefði ekkert veitt af því að hafa tvær Sigurrósir til að sinna öllu því sem er í gangi hjá þér.
Gangi þér vel.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum