21. maí 2006  #
Hard Rock Halleluja!
Auðvitað hélt ég með Silvíu Nótt, a.m.k. af þeirri einföldu ástæðu að maður heldur að sjálfsögðu með sínu eigin landi. En ég var þó ekki það vitlaus að búast við því að hún kæmist áfram þó auðvitað hefði það verið skemmtilegt. Við veltum því fyrir okkur vinahópurinn hvort hún hefði lent nokkuð í neðsta sæti, en það er nú komið á hreint að hún var ekki óvinsælli en það að hún lenti í 13. sæti af 23. Svo að það munaði nú ekki miklu.

Man ekki í hvaða sæti Selma lenti í fyrra en okkur gekk alla vega ekkert betur þá þó tekið væri þátt af alvöru svo að mér finnst í góðu lagi að leyfa húmornum að ráða þetta árið. Verð að viðurkenna að ég fílaði reyndar ekki að Silvía skyldi vera dónaleg við tæknimenn og aðra úti, þó auðvitað sé það hluti af karakternum.

En við í vinahópnum látum það nú aldrei trufla okkur neitt þó Ísland sé ekki með og við hittumst hjá Assa Eurovision-kóngi til að fylgjast með herlegheitunum í gær. Líkt og í fyrra völdu allir sér land til að halda með. Ég ætlaði að velja Finnland, enda eldheitur rokkari inni við beinið og svo finnst mér Lordi og félagar eins og nýstignir út úr Star Trek-þætti og eins og þið sem þekkið mig vitið, þá hef ég löngum verið Trekkari. Ég lét Svönu, systur Assa, þó eftir að halda með skrímslunum og ákvað að styðja Litháa-dúllurnar í staðinn. Þeir komu mér nú á óvart og lentu í 6. sæti, ég bjóst nú ekki við að þeir næðu langt. Mér finnst Grikkirnir samt ótrúlega dónalegir gestgjafar, það var púað ákaft á stigavörð Litháa þegar hún kom á skjáinn til að tilkynna stigagjöfina. Púar þetta lið á alla sem þeim finnst ekki nógu góðir? Ég skil það kannski frekar með Silvíu því hún er auðvitað dónalegur karakter (og á að vera það) en ég veit ekki til þess að Litháarnir hafi gert neitt af sér nema mæta með fótboltalag og syngja krúttlega um að þeir séu sigurvegarar Eurovision. Ég púa bara á Grikkina á mæti. Púúú!Við fögnuðum hins vegar öll ákaft þegar Finnar rústuðu þessu með tæp 300 stig. Þeir voru æði! Ég fæ enn gæsahúð við að hugsa til þeirra á sviðinu, með axirnar sínar og eldinn. Vængirnir á Lordi líka ótrúlega flottir. Eins og ég sagði í partýinu í gær, þá eru úrslitin algjörlega að hía á allar þessar hálfberrössuðu stelpur með júrópoppið sitt. Rokkið rúlar! ;)


Nú ætlum við hópurinn bara að byrja að skipuleggja ferð til Helsinki næsta vor... ;)

Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
21. maí 2006 20:39:47
...og þú getur verið fararstjóri enda á kunnuglegum slóðum!!!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
21. maí 2006 21:24:05
Einmitt! Er að hugsa um að láta hin í hópnum bara borga undir mig sem leiðsögumann ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn
22. maí 2006 14:09:23
hmmmmm....... það verður allavegana gaman ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
22. maí 2006 14:10:20
hey já nýbloggsíða... hin var ekkert spes að vinna á... www.joga.bloggar.is
Þetta lagði Jóhanna í belginn
23. maí 2006 08:47:34
Alveg sammála þér með Grikkina. Þeir púuðu líka á Finnana þegar þeir fluttu lagið aftur eftir úrslitin og ef ég man rétt þá púuðu þeir líka á Tyrki. Ótrúlega dónalegir.

Annars þá er ég að hugsa um að skella mér til Finnlands líka. Það yrði þá í annað skiptið sem ég færi á Eurovision og ég get sko fullvissað þig um það að það er lífsreynsla sem allir verða að upplifa alla vega einu sinni um ævina. Þetta er ólýsanlegt ævintýri!

Og eitt að lokum, Selma lenti í 16. sæti í fyrra. Og sigur Finna í ár sýnir að ALLT getur gerst. Finnar hafa til þessa átt algjörlega glataða Eurovision-tölfræði, núllað gríðarlega oft og lent mjög oft á botninum, en ef þeir geta unnið þá getum við það líka.
Þetta lagði Sunna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum