29. maí 2006  #
Kálgarðsdúkkurnar slá í gegn á ný!

Vegna afmælishátíðar Hlíðaskóla settu nemendur upp sögusýningu í

matsal skólans. Hver árgangur fékk úthlutað 5 árum á því tímabili sem skólinn hefur starfað og var ætlað að fjalla um merka atburði þessara 5 ára, tísku og fleira sem þeim tengist.

3. bekkur fjallaði um árin milli 1980 og 1985. Við skemmtum okkur konunglega vikurnar á undan að ræða um þennan skrautlega áratug. Á okkar 5 ára tímabili voru ýmsir merkilegir atburðir, t.d. var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti, Reagan, Lennon og Páfinn voru skotnir, Ringo Starr lét sjá sig á útihátíð í Atlavík og margt fleira ;)

Við ræddum einnig um vinsæla tónlistarmenn þessa tíma (t.d. Michael kallinn Jackson sem þá var enn þá sæmilega svartur...), vinsælar bíómyndir (snilldarmyndin E.T. kom þar sterk inn) og hinar vinsælu dúkkur kálgarðsdúkkurnar, eða Cabbage Patch Kids. Við Helga (sem kennir 3. HS) áttum báðar svona dúkkur og komum að sjálfsögðu með þær til að sýna krökkunum.

Herbert minn var alltaf uppáhalds dúkkan mín svo að ég hafði auðvitað gaman af því hvað krakkarnir urðu hrifnir af honum. Ég lét hann sitja upp á hillu upp við kennaraborðið og ég mátti ekki blikka þá var hann horfinn og sat þá yfirleitt í huggulegu faðmlagi einhvers nemenda minna. Þau spurðu hvort það væri enn hægt að kaupa svona dúkkur og ég sagðist halda að þær fengust jú í Hagkaup.

Nú er ég að hugsa um að hafa samband við Hagkaup og biðja um prósentur. Það hefur nefnilega gripið um sig kálgarðsdúkkuæði í bekknum mínum. Þrír strákanna og ein þrjár stelpur eru þegar búin að kaupa sér dúkku og mörg hinna segjast vera á leiðinni til þess.

Ég vona bara að foreldrarnir í bekknum fyrirgefi mér fyrir að hafa óvart æst börnin þeirra upp í þessu æði... ;)Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum