10. júní 2006  #
Sumarfrí!

Nú er ég komin í sumarfrí og lofa að vera duglegri að blogga.

Skólinn bauð okkur öllum í kokteilboð í Oddfellow-húsinu í gær til að fagna skólaslitum og nýafstöðnu afmælisári. Fyrr um daginn var smá kaffiboð og starfsmannamyndataka. Ég hlakkaði til að láta taka flotta, uppstillta mynd af okkur sem maður gæti svo jafnvel keypt til að eiga minningarmynd af samkennurum sínum. En, í ljós kom að þetta var ekki venjuleg, uppstillt myndataka heldur "Glitnis-myndataka" úti á skólalóð. Ljósmyndarinn var uppi á bílastæðunum, og við öll dreifð fyrir neðan eins og í bankaauglýsingu, grett á móti sólu. Veit ekki alveg hvernig þetta kemur út... kemur í ljós.

Eins og Jói greinir frá í sinni færslu, þá er blessaður bíllinn okkar krambúleraður að framan eftir að nágranni okkar tók sig til og bakkaði á okkur af nokkrum krafti á fína landkrúsernum sínum. Vonandi fáum við gert við hann svo hann verði jafngóður og áður, en það er víst eitthvað vafamál. Til að tryggingar geri almennilega við bíla, verða þeir að vera nógu dýrir og flottir. Við vesalingarnir höfum nefnilega ekki jafnmikla þörf fyrir það og ríka fína fólkið að láta tryggingarnar gera við bílana okkar þegar við erum í fullum rétti... eða þannig...


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
12. júní 2006 12:19:14
Til lukku með sumarfríið:) Ég á enn eftir tvo daga í skólanum-gaman, gaman!
Þetta lagði Sigrún í belginn
12. júní 2006 13:00:48
Já það er ekki allt sniðið fyrir okkur "venjulega" fólkið í henni veröld.
Þetta lagði Stóra systir í belginn
14. júní 2006 07:37:02
Leitt að lesa þetta með bílinn!
Langar til að benda þér á: http://drengjakor.blogspot.com - Davíð Steinn í Frakklandi þessa dagana og Oddur Smári á Hellu :)
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn


HM-leikurinn

HM-leikurinn hans Jóa er kominn í gang og ég ákvað að taka þátt eins og í fyrra. Skemmtilegra að fylgjast með úrslitunum þegar maður fær sjálfur einhver stig fyrir að giska rétt :)

Er stödd í 60. sæti af 183 í bili. En engar áhyggjur, ég skal komast hærra ;) 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
14. júní 2006 07:35:07
HM-leikurinn, bara snilld
Ég fór illa af stað en hef rakað inn stigum undanfarið og er aðeins 10 stigum á eftir toppsætinu (er samt í áttugasta og eitthvað sæti minnir mig)!
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn
14. júní 2006 11:14:34
Ég næ öðru hvoru að vera með fleiri stig en fótboltakallinn maðurinn minn svo að ég er alveg sátt ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum